Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Síða 10
íslenzks réttar um það réttaratriði — févíti samkvæmt yf- irvalds ákvörðun. Hins vegar verður hér ekki rætt um févíti samkvæmt dómi, sbr. 2. mgr. 193 gr. eml., né heldur um samningsvíti, sbr. t. d. 35. gr. samningal. Raunar koma að mörgu leyti svipaðar reglur til greina um févíti, hvort sem það er ákveðið af dómi eða yfirvaldi. 1 sumum lög- um er og engan veginn ljóst, svo sem síðar mun að vikið, hvort um er að tefla févíti samkvæmt yfirvalds úrskurði eða eftir dómi. II. Févíti er fjárgreiðsla, sem mönnum ber að gjalda, láti þeir undir höfuð leggjast að fullnægja tiltekinni skyldu, er á þeim hvílir. Markmið févítis er að knýja fram efndir eða fullnustu þeirrar skyldu. Hótuninni um févíti er ætl- að að hafa þau áhrif á viljaafstöðu viðkomandi aðila, að hann fullnægi skyldunni, þótt honum sé það í sjálfu sér óljúft. Févíti er því óbein þvingunaraðgerð. Févíti hefur einnig verið nefnt þvingunarsekt, sbr. 2. mgr. 38. gr. sveit- arstjórnarl. Venjulega er févítið fólgið í dag- eða viku- sektum, þ. e. a. s. yfirvald ákveður, að viðkomandi aðili skuli greiða ákveðna peningaupphæð fyrir hvern dag eða hverja viku, sem líður, án þess að skyldunni sé fullnægt. Það févítis fyrirkomulag er sérlega vænlegt til árangurs. Févíti er ekki refsing í lagaskilningi, heldur þvingunar- ráð, þ. e. það á að þvinga mann eða knýja til að fullnægja skyldu. Það markmið ber að hafa hugfast, þegar réttar- reglur um févíti eru skýrðar og kannaðar. Févíti þessu má því ekki blanda saman við refsisektir, sem yfirvaldi kann að vera veitt heimild til að ákveða, sbr. t. d. 1. mgr. 47. gr. skattal. nr. 46/1954 og konungsbréf frá 3. jan. 1823. Févítis er einkum þörf, þegar um er að ræða persónulega skyldu, sem enginn annar en viðkomandi aðili getur innt af hendi. III. Yfirvöld geta ekki beitt févíti, nema þau hafi til þess beina lagaheimild. Févíti er að því leyti til sett á bekk með refsingu. Ekki er fyrir hendi nein almenn lagaheimild til 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.