Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 18
Ölafur Lárusson sjötugur. F.yi'stu lögin, sem íslcnzkur ráðlierra ritaði undir ásamt konungi, næst á eftir lögunum um ábyrgð ráðherra Is- lands voru lög nr. 3 4. marz 1904 um stofnun lagaskóla. Danska stjórnin hafði neytt valds síns til að hindra slíka lagasetningu, meðan hún átti þess nokkurn kost. Ástæð- urnar fyrir því, að svo mikið kapp var lagt á mál þetta af begg.ja hálfu, eru auðskildar og bera glögg vitni þeirri þýðingu, sem lögfræðingar og menntun þeirra var talin hafa fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Lagakennsla hófst hér á landi haustið 1908 og hefur síð- an 341 maður lokið hér lagapi'ófi. Til samanburðar má gcta þess, að talið er, að frá því er Þorsteinn Magnússon varð fyrstur candidatus juris frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1738, hafi að honum meðtöldum 183 Islendingar lokið slíku prófi frá þeim skóla. I hópi þcirra, er hófu nám í lagaskólanum 1908 og luku lögfræðiprófi á fyrsta starfsári háskólans, var Ólafur Lár- usson. Þremur árum eftir, að Ólafur laulí embættisprófi, var hann settur kennari við lagadeildina og gegndi því starfi nokkuð á annað ár. Síðan hvarf hann frá deildinni um nær tveggja ára bil, var þá kvaddur þar til starfa á ný og hcfur gegnt þeim óslitið síðan. Ólafur Lárusson hef- ur því ýmist vcrið skóiabróðir eða kennari allra þeirra manna, sem liingað til hafa lokið lagaprófi hér á landi. Flestum okkar hefur Ólafur kennt og einmitt þá grein lögfræðinnar, seni fjallar um mikilsverðustu meginreglur hcnnar. Fg veit engan, sem óskað hafi sér betri kennara 12

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.