Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 7
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 1. hefti 1956. BJARNI BENEDIKTSSON: Þingræði á Islandi. (Afmæliserindi útvarpsins flutt í janúar 1956.) Sá háttur, að þjóðin kjósi fulltrúa, sem fari á þingi með málefni hennar og hafi í þeim úi'slitaráð, er tiltölulega nýr. Hann er fyrst tekinn upp í Englandi og hefur breiðst þaðan út til ýmissa landa á síðustu öldum, einkum á 18., 19. og 20. öld. Margar torfærur hafa þó orðið á þeirri leið og sums staðar, þar sem þessi háttur hefur verið reyndur, hefur hann ekki náð festu. Annars staðar eru almennar kosningar einungis hafðar að yfirvarpi fyrir einræði á- kveðins flokks eða lítils hóps manna. I Norð-vestur Ev- rópu og engil-saxneskum löndum yfirleitt má þó segja, að þessi stjórnarháttur sé nú búinn að fá á sig hefð og sé hið viðtekna stjórnarform. Það er þó einungis á síðustu áratugum, sem kosninga- réttur hefur víðast verið gerður svo almennur, að um eig- inlegt lýðræði er að tala. Áður drógu skilyrði um efnahag, kyn og aldur mjög úr gildi kosningaréttarins, og víða hefur kosningafyrirkomulag eða kjördæmaskipun leitt til misréttis. Þótt lýðræðislegar kosningar til þinganna séu nú al- mennt komnar á, er þýðing þinganna sjálfra ærið misjöfn. Að vísu hefur Bretland hvar vetna verið fyrirmyndin, annað hvort beint eða með milliliðum. Hefur þó harla ólíkt

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.