Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 13
kvæmd reyndi aldrei á þetta, þannig að meirihluti ylti raunverulega á því, hvort hinir konungkjörnu væru tald- ir með. Þar sem þeir höfðu fullan atkvæðisrétt um öll þingmál og gátu þess vegna með atkvæði sínu t. d. fellt fjárlagafrv., skattalagafrv. og önnur þau mál, sem stjórn- inni var lífsnauðsyn að fá fram, skortir heimild til að full- yrða, að ekki hafi átt að taka tillit til þeirra um stjórnar- myndanir. Enn greinilegra er það, að á meðan sérstakir lands- kjörnir þingmenn voru kosnir um land allt, bar þeim sami réttur og öðrum þingmönnum til áhrifa um skipun ríkis- stjórnar. Mátti m. a. halda því fram, að þeir gæfu betri mynd af þjóðarviljanum en hinir kjördæmakosnu þing- menn, eftir að í Ijós kom, hversu fjarri gat farið, að vilji meirihluta kjósenda í heild réði úrslitum við kjördæma- kosningarnar. Áhrif hinna landskjörnu þingmanna í þess- um efnum komu glöggt fram á Alþingi 1932. Þá hafði Framsóknarflokkurinn fengið hreinan meirihluta á Al- þingi við þingkosningarnar 1931. En sá merihluti nægði ekki til algers meirihluta í efri deild, því að þar áttu hinir landskjörnu þingmenn sæti. Stjórnarandstaðan hafði þess vegna afl til þess að stöðva framgang mála í þeirri deild, og því afli var beitt til að knýja ríkis- stjórn Tryggva Þórhallssonar frá. Tók þá Ásgeir Ás- geirsson við og fékk nægan stuðning til að fara millileið í lausn kjördæma-málsins, sem þá var helzta deiluefnið. Eftir að eiginlegt landskjör var lagt niður og uppbótar- þingmenn, sem að vísu eru kallaðir landskjörnir þing- menn, komu í þeirra stað, hefur engum til hugar komið annað en þeir hefðu í þessum efnum sama rétt og aðrir þingmenn. Annað vafamál er, hvort krefjast beri meirihluta ekki aðeins í þinginu í heild, þ. e. í sameinuðu þingi, heldur og í deildunum. Þýðing þessa úrlausnarefnis var að vísu meiri á meðan efri deild var að nokkru leyti skipuð eftir öðrum grund- 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.