Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 22
Er þess þó eigi kostur að rekja það hér eða skýra nánar, hversu á stóð hverju sinni. Eitt dæmi er þess, að ráðherra segi af sér vegna eldhús- dagsumræðna, og var það 1923. Ágreiningur við konung varð til þess að Sigurður Egg- erz sagði af sér 1914 eins og fyrr segir, og ágreiningur um tiltekin málefni innan ríkisstjórnar leiddi til þess að Har- aldur Guðmundsson fór frá 1938, að Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt haustið 1941, þótt það væri endurreist óbreytt skömmu síðar, að Stefán Jó- hann Stefánsson hvarf úr því ráðuneyti upp úr áramótum og það fór í heild frá um vorið 1942 og til þess að ríkis- stjórn Ólafs Thors sagði af sér haustið 1946. Er áður vikið að sumum þessara dæma í öðru sambandi. Stundum hefur ágreiningur um málefni innan ríkis- stjórnar leitt til þingrofs, svo sem var í stjórn Hermanns Jónassonar 1937 og Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1949. Beinn ágreiningur milli ríkisstjórnar og meiri hluta Al- þingis leiddi hins vegar til þingrofs Tryggva Þórhallsson- ar 1931. Þá var fyrirsjáanlegt, að vantraust mundi verða samþykkt, en ríkisstjórnin varð fyrri til og rauf þingið. Vafalaust er, að þingrof hefði verið jafn-heimilt, þótt beð- ið hefði verið samþykktar vantraustsins, því að ríkis- stjórn á um það tvennt að velja, þegar vantraust er sam- þykkt, að segja af sér eða rjúfa þing. Meiri vafi er á því, hvort stjórn, sem búið er að veita lausn en starfar enn um stundarsakir vegna þess, að ekki hefur tekizt að mynda nýja, hefur rétt til þingrofs. Kemur þar til greina munurinn á reglulegri stjórn og svokallaðri „fungerandi" stjórn. Ráð fyrir þeim mun var gert í af- greiðslu neðri deildar á vantraustinu gegn Kristjáni Jóns- syni 1911 og afgreiðslu sömu deildar á vantraustinu 1927 gegn ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar. Ráðagerð um þvílík- an mun kom einnig fram í yfirlýsingu Tryggva Þórhalls- sonar í sambandi við þingrofið 1931 og staðfestingu hans á eðlisbreytingu stjórnarinnar með mannaskiftum, sem þá 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.