Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 28
höfðu 39,5% við kosningarnar 1949, var frá upphafi í vit- uðum minni liluta bæði á Alþingi og meðal kjósenda. I öðr- um tilfellum en þessum hafa stjórnir frá 1944 ætíð haft svo sterkan flokka-stuðning, að méiri hluti þeirra meðal kjósenda verður ekki dreginn í efa. Af því, scm nú hefui' verið sagt, sést, að nokkrir mis- brcstir hafa verið á því, að fylgi stjórna á Alþingi og með- al kjósenda færi svo saman, að um fullkomið lýði'æði hafi ætíð verið að ræða. En fátt er al-fullkomið í þessum heimi, og eftir stjórnlögum hefur ætíð verið farið, þó að stund- um hafi mátt dcila um, hvort framkvæmdin hafi verið hin heppilegasta. Hitt er ljóst, að eftir því sem viðfangs- efni eru örðugari, er liættusamara að stjórn sitji, þótt hún liafi meiri hluta á Alþingi, ef verulega skortii- á um fylgi hennar meðal þjóðarinnar. Eoks er eðlilegt, að athugað sé, hvort þingræðið 'nafi tryggt þjóðinni sæmilega öruggt stjórnarfar á þessum 50 árum, sem það hcfur staðið. Á það má leggja ýmiss konar mælikvarða, en gleggstur er e. t. v. sá, að bera saman, liversu margir stjórnar-formenn hafa verið á þessu tíma- bili í nokkrum iöndum, og á íslandi. Sést þá, að í móðurlandi þingræðisins, Bretlandi hafa þeir verið 11, í Danrtiörku 16 og Noregi 17. í Frakklandi hafa þeir aftur á möti verið 42. Á Islandi hafa þeir verið 14 og virðist það sízt óhagstætt. Af því, sem nú hefur verið sagt, er sýnt, að slík reynsla er komin á þingræðið hér á landi, svo mörg vandamál hef- ur þurft að leysa við framkvæmd þess og lausnirnar mið- azt svo við íslenzka hætti og aðstæður, að þingræðið liefur vissulega gróið fast í íslenzkum jarðvegi og sótt til þ.jóðar- innar styrk, sem gcfið hefur því kraft til að veita lslend- ingum forystu á mesta blómaskeiði þjóðar okkar. 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.