Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 36
Daniv þvinguðu henni órökstuddri inn í hið mikla og vand- aða heimildasafn: Grönlands historiske Mindesmærker, cr út kom á þeirra vegum í Khöfn 1838—1845 sem ,,et dansk Nationalværk". Og ekki hafa Danir dregið af sér að út- breiða hana út um allan heim, einnig, og ekki hvað sizt hér á landi. I Grænlandsmálinu við Noreg héldu Danir þessari kenning fram, og mótmæltu Norðmenn henni ekki, enda þótt þeir segðu fullum stöfum, að byggðir fslendinga á Grænlandi hefðu verið norskar.2) 1 hinni vönduðu og á allan hátt frábæru útgáfu sinni á allri Grágás í Khöfn. 1852—1888 gerði Vilhjálmur Finsen dómari í Hæstarétti 2) Það er útbreicldur misskilningur hér á landi og erlendis. að Fasti alþjóðadómslóllinn hafi 5/4 1933 dæmt Danmörku yfir- ráðaréttinn yíir Grænlandi. Dómstóllinn dæmdi Danmörku eng- an yfirráðarétt, og í stefnunni kraíðist Danmörk aðeins, að nám Norðmanna á Austur-Grænlandi (1931) yrði dæmt „une infraction u Vétát juridique existant et, par conséquent, sont iUégates et non valables" = „brot á gildandi réttarástandi, og því ólöglegl og ógilt" (Cour permanente de justice internation- ale, Serie C, No. 62 (Leyden 1933), bls. 11 og 114). Á grundveili yfirlýsingar Iblcns ráðherra 22/7 1919 um, að Noregur skuli ekki vera á móti dönsku fullveldi yfir Grænlande („Jeg sa idag danske minister at den norske regj. ilcke vilde gjöre vanskelig- lieter ved denne saks ordning"). (Haagdommen, Kbh. 1933, bls. 99), kvað Fasti alþjóðadómstóllinn með 12 atkv. gegn 2 upp þann dóm, ,,að landnáms-yfirlýsing Norðmanna og allar aðgerðir þeirrar stjórnar í þvi sambandi eru brot á gildandi réttará- standi, og eru þvi óiöglegar og ógildar" („dec.ides that the de- claration of occupation . .. and any steps taken in this respecl by that Government, constitute a violaiion of the existing legal situation and are accordingly unlawfni and. invalid") (Public- ation de la cour permanente de justice internationale, Serie A/B, No 53, bls. 73 og 75). I greinargerðinni fyrir dómnum lét alþjóðadómstóllinn í ljósi, að þeim yfirráðarétti, er varð lil yfir Grænlandi i fornöld, hafi hinir norsku, norsk-dönsku og dönsku konungar — er allir voru konungar Islands — haldið nægilega vel við um allar aldir, svo hann hafi varðveizt óslitinn tii þess dómurinn gekk. Rökrétt aíleiðing aí þessu ætti að vera sú, að Island ætti nú yfirráða- réttinn yfir Grænlandi. 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.