Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 42
að gera sig réttlausa með því, að segja sig úr lögum við frændur sína og vini og aðrar máttarstoðir á íslandi, enda sýna Grágás, lögbækur Islands, Kristinnréttur Árna bisk- ups, fjöldi sáttmála og annara órengjanlegra heimilda, að Grænland varð, og hefir fram á þenna dag verið, íslenzk nýlenda. Þetta áðursagða áréttar svo Eske Brun og danska ríkis- stjórnin með því að segja, að íslenzka nýlendan á Græn- landi hafi allt frá stofnun hennar í lok 10. aldar ,,ætíð verið talin tilheyra sameinuðu skandinavísku löguneyti („were ahva.vs regarded as belgoning to a unified scandi- navian community"). Ekki voru öll löguneyti í fornöld þjóðfclög. En Eske Biun er að lýsa stjórnskipun þjóðfé- lagsins á Grænlandi, svo að hann getur því með löguneyti eða réttarsamfélagi (community) ekki átt við neitt annað en þjóðfélag, og þetta skýrir sig sjálft. Hér afneitar Eske Brun og danska ríkisstjórnin því enn, að Grænland hafi nokkurntíma átt nokkurt pólitískt sjálfstæði. En lavaða norrænu þjóðfélagi tilheyrði Grænland þá altlaf stöðugt, síðan á víkingaöld? Þessu er Eske Brun búinn að svara með því að segja, að Grænland hafi einvörðungu verið numið af Islending- um, er tóku þjóðfélag sitt og alla aðra félagsskipun sína með sér þangað, og með því að lýsa því sem íslenzkri ný- lendu í forngermönsku þjóðfélagsformi. En lítum þó nánar á málið: 1) Ekkert norrænt þjóðfélag nema Island var þess megn- ugt á 10. öld, að stofna nýlendu handan við hamsmegn Atlantshafsins og ísa Grænlands. 2) Yfirráðasvæði fylkja og þinglaga í Noregi og síðar landsins Noregs náði aldrei lengra en vestur að miðju hafi (Gulaþingslög, 111, Ngl. I, 50; Frostaþingslög, IX, 6, Ngl. I, 208, 210, sbr. II, 510). Við þessa miðhafslínu hófst yfir- ráðasvæðði Islands yfir hafinu (Grgs. Ia, 142—143),, og tók yfir öll hafssvæði þaðan frá í vestur eins vítt og íslenzk skip höfðu kannað, svo atburðir, sem þar gerðust, fóru 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.