Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 61
\ arathafnar. Eitt sinn unnum yfirdáðarétti má halda við með huganum einum, viljanum til að eiga landið og ríkja yfir því. Á þeim tímum, þegar sáralítið sem ekkert sam- band var við Grænland, héldu konungar Islands, Noregs- konungur, yfirráðarétti sínum yfir því með huganum ein- um, viljanum til að eiga það og stjórna því. Stjórnarframkvæmdin og þjóðfélagsvaldið verða að fylgjast að, en yfirráðarétturinn aleinn (sem nudum jus) getur verið aleinn útaf fyrir sig í einni hendi, en stjórnar- athöfnin og þjóðfélagsvaldið í höndum annara, t. d. hjá hlutafélagi, einstökum manni eða erlendu ríki. 1 fyrri tíð var það mjög algengt, að konungar fólu stjórnarathöfnina og þjóðfélagsvaldið í nýlendum í hendur félaga eða ein- stakra manna, en héldu yfirráðaréttinum í eigin hendi. En það þurfti enga nýlendustöðu til þess, að yfirráðarétturinn væri aðskilinn frá stjórnarframkvæmdinni og þjóðfélags- valdinu. Eftir Berlínarfriðinn var t. d. stjórnarfram- kvæmdin og þjóðfélagsvaldið í Bosníu og Herzegóvíu í höndum stórveldisins Austurríki-Ungverjalands, en yfir- ráðarétturinn í höndum Tyrkjasoldáns. í réttarskjölum Grænlandsmálsins milli Norðmanna og Dana 1931—33 er Grænland einatt tekið sem dæmi upp á land, þar sem yfirráðarétturinn hefur löngum verið aðskilinn frá stjórn- arathöfninni og þjóðfélagsvaldinu. Og satt er það. Svo spyr þú, hvernig Danmörk hafi náð í sínar hendur stjórnarathöfninni og þjóðfélagsvaldinu yfir Grændlandi? — Ég skal svara því: Um 1500 eða í byrjun 16. aldar lögðust hinar árlegu og einokuðu verzlunarsiglingar frá Norðurlöndum til Græn- lands niður. Er viðleitni konungs og erkibiskups til að kippa þessu í lag á árunum 1514—1521 urðu að engu, og Grænland var „siglingalaust" frá Norðurlöndum, líkaði Jslendingum að vonum þetta stórilla. Veturinn 1567—1568 var Ormur lögmaður Sturluson í Khöfn og í miklum kær- leikum hjá æskuvini sínum Friðriki konungi II. Sýndi Ormur þá konungi „sáttmála" og „skildaga," er ekki geta 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.