Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 9
hafi vevið nægilegt að tilkynna A, að hann vildi ekki hafa með málið að gera og að það hafi ekki verið á hans ábyrgð þótt A hefði ekki látið C vita um þetta. Hrd. IV. bls. 478. Á árinu 1927 sendi kaupsýslumaðurinn A, sem bjó er- lendis, lögmanninum B til innheimtu kröfur á kaupmann- inn C. Hóf B síðan innheimtutilraunir, en svo virðist, sem þær hafi ekki verið gerðar með þeim krafti og hraða, sem unnt hefði verið og ekki voru A sendar skjótar og skýrar skýrslur um ýms atriði málsins, enda þótt hann óskaði þess. Á árinu 1934 varð C gjaldþrota og hafði þá aðeins verið innheimtur lítill hluti af kröfum A og tapaði hann þar verulegu fé. Árið 1937 höfðaði A síðan slcaðabótamál á hendur B, þar sem hann taldi sig hafa tapað verulegu fé vegna hirðuleysis B við innheimtuna Hæstiréttur taldi að með hátterni sínu við innheimtuna, hefði B fellt á sig sönnunarbyrðina fyrir því, að ekki hefði verið unnt að innheimta meira fé hjá C en raun varð á. Á hinn bóginn var til þess litið að sökum þess hve seint A hefði hafizt handa um heimtu skaðabótanna mætti ætla að hann hefði torveldað B gagnaöflun til stuðnings sínum málsstað. Var síðan metið að unnt hefði verið að innheimta d. kr. 14.000.00 hjá C fyrir gjaldþrot hans, en B hafði aðeins innheimt um ísl. kr. 6.000.00. Var B gert að greiða A kr. 12.000.00 í skaðabætur. Hrd. XIV bls. 293. Lögmaðurinn A hafði tekið að sér innheimtu skuldabréfs fyrir B. Skuldarar greiddu ekki og höfðaði A þá mál í eigin nafni gegn skuldurunum til heimtu skuldarinnar og voru þeir dæmdir til að greiða skuldina. Siðan gerði A ekki frekara til að innheimta skuldina. B höfðaði síðan skaðabótamál gegn A og krafði hann um bætur vegna þess- arar innheimtu, og fleiri skipta í þessu sambandi. A var sýknaður að svo stöddu af kröfum B á þeim forsendum, að eigi væri enn fullreynt hvað unnt væri að fá greitt af skuldinni hjá skuldurunum. Ilrd. XXI bls. 460. Það er ljóst, enda í samræmi við þá dóma, sem hér hafa verið raktir, að rík skaðabótaskylda hvílir á lögmönnum 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.