Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 24
af öllum þjóðum, því ella gæti ekki „hverr þeirra manna“ verið ,,selu- licr er þar er sekr.“ Ef útlendingar vega hver annan eða sekta hver annan í grænl. dómi eða svo, að þeir leggi málið í gerð útlendinga eða innlendra manna þar, gildir dómurinn, sáttin eða gerðin á Islandi, og það um leið og hinn saknæmi verknaður eða vanræksla hafði farið fram á Grænlandi eða strax og sektin var sögð upp í gerð eða dómi á Grænlandi. Sektin á Grænlandi fær ekki fyrst gildi á Islandi við uppsögn hennar að lögbergi á Islandi, heldur jafnsnemma og hún færi gildi á Græn- landi. Grænlenzka sektin cr sögð upp að lögbergi af því, að hún er áður búin að fá gildi á Islandi. Að þetta er svona, getur aðcins verið af því, að Grænland og Island, Grænlcndingar og Islendingar, eru í einu og sama valda- skipulagi einna og sömu forngermanskra laga, og sektin nær eins langt og lögin ganga. Er sektin er’komin á, kemur hið sama fram í vandhæfn- inni á breytni við hinn seka mann, er sekur hafði orðið á Grænlandi. Hví á Islendingur að umgangast Grænlending, sektaðan á Grænlandi, sem sekan þeirri sekt, er hann hlaut þar? IIví á Islendingur á Islandi að umgangast Islending eða útlcnding, af hvaða þjóð sem er, sem einmitt sekan sönm sckt á Islandi og alls staðar í veröldinni og hann féll í á Grænlandi, jafnvel þótt hinn seki hefði aldrei til Grænlands komið, t. d. fjörbaugsmann með vandhæfni þein-i, er þeim fylgdi innanlands, en sem sýknan utan svæðis Grágásar; skógarmann ferjandi sem sekan innan svæðis Grágásar, en sýknan utan þess; skógarmenn ó- fei’jandi (af hvaða þjóð sem var) sem sekan hvar sem var í vcröldinni? IIví eykst ekki sekt hins seka manns við það, að lcoma frá Grænlandi til Islands eða frá Islandi til Gj’ænlands, þar sem fjörbaugsmaður varð skógarmaður óferjandi, ef hann kom út áður 3 vetur væru liðnir eða með fjörbaugssekt á sér, en skógarmaður ferjandi varð óferjandi, ef hann kom nolckru sinni út. Ilið einasta mögu- lega svar upp á þctta er, að Grænland og Island voru eitt 8G

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.