Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 8
skattslöggjöf. En yfirleitt er sérstaða þessara eigna- skerðinga skýr. Með framangreindum hefðhelguðu skerðingum eru ekki taldar tæmandi þær eignaskerðingar, sem löggjaf- anum er lieimilt að framkvæma, án þess að láta bætur koma fyrir. Aldrei hefur það verið talið orka tvímælis, að eignarréttindum manna væri auk þess sett viss tak- mörk og að löggjafanum vieri heimilt að hnika þessum mörkum til, setja eignarréttindum manna takmarkan- ir. Meðan þjóðfélagshættir voru fábrotnir, revndist i framkvæmd ekki miklum vandkvæðum bundið að gera greinarmun á eignarnámi og slíkum takmörkunum á eignarréttindum. Framfarir í tækni, aukin afskipti rík- isvaldsins og forsjá þess á ýmsum sviðum hefur hins vegar leitt af sér ýmiss konar sérstæðar og yfirgrips- miklar eignaskerðingar. Hafa af þeim sökum komið upp flóknar réttarstöður, þar sem erfiðleikum hefur reynzt bundið að ákvarða þessi mörk.4) Hér á eftir er ætlunin að gera nokkra frekari grein fyrir þeim vanda, sem fólginn er i því að draga mörkin milli eignarnáms og takmarkana á eignarrétti í áðurnefndum skilningi þessara hugtaka. II. Eignaskerðingar þær, sem samkvæmt framansögðu falla undir hugtakið einarnám, eru i 67. gr. stj.skr. til- greindar með orðasambandinu „skylda til að láta af hendi eign sína“. Ef orðasamband þetta væri skýrt þröngt, gæti það virzt benda í þá átt, að óheimilt væri með öllu að skylda menn til að láta af hendi eign sína, nema skilyrðum eignarnáms væri fullnægt. Af þeim dæmum, sem fyrr var bent á, er augljóst, að slík skýr- ing eftir orðanna hljóðan kemur ekki til greina, enda er slikur skýringarháttur ekki tækur einnig af þeirri ástæðu, að orðasamband þetta hefur hvorki einskorðaða merkingu i mæltu máli né afmarkaða tæknilega merk- 64 Tímarit lögfræðingu

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.