Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 22
vegar frábrugðnir hinum skertu réttindum eða geti hagsmunirnir ekki talizt til eiginlegra réttinda, sé að- eins um afnám réttinda að ræða. Sem skýringardæmi tekur höfundur lagafyrirmæli um náttúrufriðun. Þeir hagsmunir, sem af slíkri friðun leiði fyrir þá menn, er auga hafi fyrir náttúrufegurð, við það að slik fegurð helzt, geti ekki talizt eiginleg réttindi. Að visu géti ýmis yfirvöld, svo sem friðunarnefndir eða lögregluyfirvöld, öðlazt eiginlegan rétt, þegar brotið sé til dæmis gegn friðunarúrskurðum, en þá verði að spyrja, h'vort slík- ur réttur geti talizt svara til þeirrar takmörkunar, sem eigandinn varð að þola, að gerð væri á umráðum hans með friðuninni. Þvi verði að svara neitandi. Til þess að um samsvörun geti á nokkurn hátt verið að ræða, verði nefnilega að vera unnt að benda á einhvern, sem öðl- ist umráðarétt, er svari til þeirrar umráðatakmörkun- ar, sem skerðingin liafði i för með sér. Umrædd yfir- völd hafi aðeins rétt til að krefjast þess, að virt sé sú umráðatakmörkun, sem eigandanum var sett, en þau öðlist á hinn bóginn engan sjálfstæðan umráðarétt. Höfundur kemur ennfremur með það skýrinardæmi, að sé sú kvöð lögð á landeiganda, að hann megi ekki reisa byggingar á vissum hluta lands síns, þá fái þeir sem rétt hafi til að krefjast þess, að því banni sé hlýtt, ekki neinna rétt er svari til þessarar takmörkunar, þánn- ig að þeir hafi rétt til að reisa byggingar á svæði því, sem bannið tekur til, heldur aðeins áðúrnefnda heim- ild til að krefjast hlýðni við bannið.17) Samkvæmt þessu virðist kjarninn i kenningu þessa höfundar vera sá, að um eignarnám sé þvi aðeins að ræða, að einhver öðlist jákvæðan umráðarétt, er svari til þeirrar umráðaskerðingar, sem í hlut á. Ella sé að- eins um takmarkanir á eignarrétti áð ræða. Anders Vinding Kruse telur umrædda kenningu sína hafa við gild rök að styðjast. Bendir hánn í því sambandi einkum á, að megintilgangur umrædds stjórnarskrár- 78 Tímarit lögfræðingá

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.