Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 47
af niðurstöðum varðandi vitnaframburði almennt og éinkum er komið frá sálfræðingum (1), og á eigin hug- leiðingum. Þær eru tengdar starfi mínu við héraðsdóm- stóla í Reykjavík um rúmlega sex ára skeið. Það starf hef- ur svo til eingöngu verið á bæjarþingi, en reynsla mín sem dómara í opinberum málum er engin og mjög jitil af rannsóknum þeim, sem sjó- og verzlunardómur fram- kvæmir. Spurningin er þannig orðuð, að ekki eru efni til að ræða gildi staðfestingar almennt. Þróunin undanfarna áratugi virðist hafa verið sú, að það gerist æ sjaldgæfara i éinkamálum, að skýrslur séu staðfestar. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að menn efist um gildi staðfest- ingarinnar. Engu að síður verður að telja, að staðfesting hafi gildi í sérstökum' tilvikum. — Liggur þá fyrir að víkja áð spurningunni sjálfri. Ymis rök mæla með hvorri niðurstöðu um sig. Þessi •rök virðast helzt mæla með staðfestingu fyrirfram: 1.1. Staðfesting fyrirfram minnir þann, sem skýrslu gef- ur, á að segja rétt frá, hvetur hann til að vanda framburð sinn og sýna varkární í fullyrðingum. "1.2 Staðfesting fyrirfram er með vissum-hætti heiðar- legri framkoma af hálfu dómstóla gagnvart þeim, sem skýrslu gefur. Slík staðfesting minnir á þá staðreynd, að honum beri að segja allt satt, sem hann segir, en eigi þess almennt ekki kost að losna undan refsiábyrgð, þótt hann brejdi síðar framburði sínum í rétt horf. 1.3. Ætla má, að staðfesting fyrirfram kunni að auka virðingu fyrir' dómstólum og gera þeim auðveldara að gegna hlutverki sínu. Má e. t. v. segja, að þetta geti bæði átt við um viðhorf þeirra, sem skýrslur gefa í ein- stökum málum, og um viðhorf fólks almennt. Hér er þó á fleiri að lita, og verður drepið á það síðar. (1) Sjá Símon Jóh. Ágústsson: Framburður vitna, Úlf- ljótur 1. tbl. XIV. árg.; Arne Trankell: Vittnespsykologins arbetsmetoder, Bokförlaget Liber, Stokkhólmi 1963. Timarit lögfræðina 103

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.