Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 55
verulega áorkað. Nýir skólar og æðri menntastofnanir ætl- aðar svertingjum voru reistar og tóku til starfa. Ný tæki- færi buðust til starfa í ýmsum iðngreinum — einkum i Tennessee, Norður-Kaliforníu og Kentucky. Iðnskólar og þjálfunarstofnanir af ýmsu tagi voru einnig reistar og opnaðar svertingjum. Mörgum opinberum stofnunum til að þjálfa hæfileika og auka getu svertingja á ýmsum svið- um var komið á fót, og reglur settar um vinnutíma, launa- kjör og lífsskilyrði. Gagnkvæm torti'j'ggni liélt þó áfram, öllum til óþurft- ar, og hvítir menn kröfðust aðskilnaðar kynþáttanna i barnaskólum og æðri skólum, opinberum samgöngutækj- um, hótelum og veitingastöðum. Þessar voru aðstæðum- ar í Suðun'íkjunum fram til 1954, þegar dæmt var í hinu fræga máli Brown gegn eftirlitsnefnd skóla. *) Dr- slit þess máls sýna mjög ljóslega, í hve ríkum mæli undir- stöðuatriði hreinnar félagsfræði hafa haft áhrif á ame- rísk lög. Gefa verður með fáeinum orðum skýringu á fyrri málum, svo að þetta verði ljóst. I nokkrum eldri málum (samtals ellefu) hafði Hæsti- réttur Bandaríkjanna úrskurðað að stjórnarskrárákvæð- inu sem tryggði jafnrétti fyrir lögunum væri fullnægt þótt einstök ríki aðgreindu hvita menn og dökka í skól- um, háskólum járnbrautarlestum, almenningsbílum, hótel- um o. s. frv., ef svertingjar nytu jafnréttis við hvíta menn um húsakynni og aðbúnað allan. Suðurríkjamenn töldu sig hafa fullnægt flestum kröfum á þessu sviði eins og fram kemur að meginreglu til í málinu Plessy- gegn Ferguson 1 2), sem dómur gekk í árið 1896. Ibúar Suðui'ríkjanna álitu, að þetta væru enn lands- lög, og að nýir og bættir barnaskólar og æðri skólar, samgöngutæki og önnur þjónusta mundu smám saman 1) Brown gegn eftirlitsnefnd 347 U. S. 483.) 2) Plessy gegn Ferguson 163 U. S. 537; Mc Laurin gegn skólaráði Oklahomafylkis 339 U. S. 337; Sweat gegn Painter 339 U. S. 629. Tímarit lögfrœðinga 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.