Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 56
leysa vandann á sviði menntamála, atvinnumöguleika, lífsskilyrða og félagslegrar aðlöðunar. Þetta var vissulega hægfara þróun, en í augum manna í Suðurríkjunum virt- ist þetta báðum aðilum fyrir beztu. Það er og rétt, að um miklar framfarir hafði verið að ræða, að því er marga svertingja í Suðurríkjunum snerti. En þegar Hæstiréttur dæmdi málið Brown gegn eftir- litsnefnd árið 1954, kom fram alveg nýtt sjónarmið. Það var á þá leið, að aðskilin aðstaða, þótt jöfn væri, fullnægði ekki ákvæðum um jafna vernd laganna, sem gert væri ráð fyrir í stjórnarskránni, þar eð aðgreining kynþáttanna ein vekti vanmetakennd í huga svertingja. og hindraði, að þeir.næðu sama stigi og hvítir menn. 1 augum Suðurríkjamanna var þetta hrein sálfræðirök- vísi, samin af Gunnari Myrdal, sænska félagsfræðingnum, enda ekki getið neins tölvísindalegs grundvallar. eða heimilda til að færa sönnur á þetta. öllum Suðurríkja- húum til undrunar féllst þó Hæstiréttur á röksemdir Myrdals og kvað upp þann dóm að ekki mætti aðgreina kynþættina í menntastofnunum einstakra ríkja. Forsendur dómsins voru þessar: 1. Sama ytri aðstaða, fólgin í skólabyggingum og tækjum, nægir ekki til að fullnægt sé ákvæði stjórnarskrárinnar um „jafna vernd“, af því að hún er ekki aðalatriði menntunar. 2. Kennarar með sömu hæfileika nægja ekki til að bæta úr þessu, þar eð sú staðreynd, sem fólgin er í aðgreiningu, er í sjálfri sér vitnisburður um misrétti. 3. Aðgreining kynþáttanna í menntamálum er i sjálfu sér misrétti, af því að hún vekur tilfinn- ingu um ójafna aðstöðu kynþáttanna í þjóðfélag- inu, er getur haft áhrif á hugsunarhátt nemenda, svo að þeir verði haldnir vanmetakennd. Þegar Brownmálið kom aftur fyrir rétt, viðurkenndi 50 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.