Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 6
ríkjandi þekkingarástandi og hugmyndaheimi alls þorra almennings. Ný hugarstefna og ný þekking eru báðar því marki brenndar að verka í tvær áttir, hæði til að hafa bein áhrif á löggjöfina og til að brevta ríkjandi þjóðfélags- aðstæðum. Afbrotafræði og afstaða hennar gagnvart refsirétti. Orðið afhrotafræði er bein þýðing alþjóðaorðsins „krímínólógía“ (t. d. da. kriminologi, en. criminology, ít. criminologia). Svo sem þessi merking' orðsins gefur til kynna, hefur það verið og er grundvallarverkefni þessarar greinar að fjalla um afbrot, kanna með vís- indalegum aðferðum orsakir þeirra, eðli og útbreiðslu. Var reyndar lauslega að þessu verkefni vikið hér að framan, er rætt var um þau áhrif, sem könnun á þessum efnum hefur haft á þróun refsiréttar. Refsiréttur og afhrotafræði liafa sameiginlegt rann- sóknarandlag, þar sem afbrotið er. En margt skilur þó á milli, þegar litið er til viðhorfa og vinnubragða í þess- um greinum. Refsirétti er fyrst og fremsl ætlað að gera grein fyrir og skýra gildandi réttarreglur, er bjóða mönnum eða hanna ákveðna háttsemi að viðlagðri refs- ingu eða öðrum viðurlögum. Hann er að höfuðstefnu formbundin fræðigrein, er bvggir á ákveðnu þjóðfélags- mati. I honum er liins vegar lítt gefinn gaumur að spurningum sem þeim, hvaða hrot séu raunverulega framin, við hvaða aðstæður þau séu framin, hver sé undirrót þeirra og hver sé afstaða einstaklinga eða ein- staklingshópa gagnvart ákveðnum refsiákvæðum. Hér er það, sem afbrotafræðin kemur til skjalanna. Hún kannar hið raunverulega ástand i þessum efnum, skyggnist hak við formhuluna. Til þess að svo megi verða, hljóta rannsóknaraðferðir liennar að vera á vís- indalegum grundvelli, að svo miklu leyti sem við verð- ur komið. Hvers konar tilfinningaafstaða og fyrirfram- 68 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.