Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 11
læknirinn A. Lacassagne. Kjörorð lians var: „Sérhvert þjóðfélag hefur þá afhrotamenn, sem ])að verðskuldar.“ I samræmi við þessar tvær andstæðu stefnur er af- hrotafræði oft greind í tvær höfuðgreinar: afhrotamann- fræði (kriminalhiologi) og afhrotafélagsfræði (krim- inalsociologi). Hin fyrri fjallar um tengsl milli afbrota og persónuleika hinna brotlegu, bæði líkamlega og sál- ræna þætti lians, svo sem arfgengar eðliseigindir, lík- amsbyggingu og sálræna bresti. Hin síðari tekur til meðferðar sambandið milli afbrota og þjóðfélagsskip- unar, svo sem stjórnmála, efnahagslífs og hagkerfis, menningarlífs, landsliátta og umhverfis yfirleitt. Hg hef oft minnzt á afbrot hér að framan án þess að skýra nánar, hvaða merkingu ég legg i það. Hér er komið að einhverju mesta þrætuepli afbrotafræðinga. Spurningin er sú, hvort afbrotafræði geti eða eigi í einu og öllu að byggja rannsóknir sinar á efnislýsingu refsilaga og refsiréttar á afbroti og hvað sé afbrot. Það virðist fljótt á litið eðlileg skoðun, enda vandséð, hvað sérstaklega greindi afhrotafræði frá almennri félags- fræði, ef afbrot gæti haft allt aðra merkingu en það hefur að lögum. í öðru lagi er á það að líta, að frá hag- nýtu sjónarmiði er tilgangu.r afhrotafræðirannsókna sá að vinna gegn þeirri andfélagslegu háttsemi, er við köllum afbrot. Engin rök eru til að heina þeirri bar- áttu gegn ósaknæmu atferli. Þar hljóta að taka við aðrar þjóðfélagsstofnanir. A liinn bóginn er alkunna, að afbrot er mjög afstætt hugtak. Það, sem er afbrot í einu landi, er það kannski ekki í öðru landi. Það, sem er refsivert í dag, var það kannski ekki í gær o. s. frv. Hefur þetta orðið til þess, að afbrotafræðirannsóknir hafa nær eingöngu beinzt að alvarlegri afbrotum, sem eru oftast þess eðlis, að þau setja blett á æru þeirra manna, er þau fremja. Hefur verið reynt að setja fram hugmyndir um „náttúrulegt hrotahugtak“, verknað, er væri þess eðlis, að ekkert siðað þjóðfélag gæti nokkru Tímarit lögfræðinga 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.