Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 25
ásamt einangrunarplötunni og T-járninu niður á stein- gólf hússins og beið bana. Einangrunarplötur þær, sem voru í þaki stöðvarbygg- ingarinnar voru fjarri því að burðarþoli að bera manns- þunga, enda var hér um að ræða einangrun sem alls eklci var ætlað að hafa burðarþol. Ljóst þótti að hverjum þeim, sem stigi út á einangrunarlag þetta var bráð hætta búin, áður en klætt væri yfir með bárujárni. Á hinn bóg- inn var það aðgætandi, að hættan var engan vegin aug- ljós þeirn sem ekki þekkti til, heldur þvert á móti að ókunnugir gerðu sér alls ekki grein fyrir hættunni, nema athygli þeirra væri sérstaklega á henni vakin. Ekki var sannað, að greindur H. J. hefði áður unnið á þaki þessu eða að hann hafi þekkt af eigin reynd, hver hætta var hér á ferðum, en þar við bættist að H. J. þessi var ófag- lærður. Eigi hafði verið sýnt fram á að honum hefði ver- ið leiðbeint í þessu efni, enda þótt brýn þörf hafi verið ríkari árvekni af hendi forráðamanna atvinnuveitand- ans eins og þarna hagaði til. Gerði það þörf slikrar ár- vekni enn ríkari, að mjög var torvelt að koma við öryggis- útbúnaði á þakinu, sem að gagni kynni að verða. Þá var þess loks að geta að leiddar voru að því sterkar líkur að veðurskilyrði hafa verið þannig umrætt sinn að óvar- legt liafi verið að láta vinna við þakið. (5—6 vindstig og súld samkv. vottorði veðurstofunnar). Með tilliti til þess, sem hér var rekið þótti rétt að leggja bótaábyrgð óskipta á stefnda H. enda hafði ekki verið sýnt fram á að slysið hafi á nokkurn hátt verið rakið til gáleysis H. J. Kröfur stefnanda vegna sjálfrar sín voru aðallega bæl- ur fyrir missi framfæranda, sem voru miðaðar við helm- ing af áætluðum tekjum mannsins samkvæmt útreikningi tryggingarfræðings, eða kr. 206.800.00. Var ekki annað upplýst í málinu að maðurinn hafði framfært stefnanda að öllu leyti og skilnaður eða annars konar samvista- slit hefðu aldrei borizt í tal á milli hjónanna. Tímarit löc/fræðinga 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.