Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 4
Leitað er til dómstólanna frá öllum sviðum þjóðlifsins. Hin viðkvæmustu einkamál, hin flóknustu viðskiptamál, refsimál, er varða velferð og mannorð, og þýðingarmestu stjórnsýslumál eru sótt og varin fyrir íslenzkum dóm- stólum hvert á fætur öðru, svo ekkert þrot er á. Dómarar kynnast þvi mannlegum kjörum og mannlegum viðhorf- um frá nýjum og nýjum sjónarhólum. Segja má samt, að hvert mál sé heimur út af fvrir sig, sem tíðum geymir örlagaríka þræði. Og fvrir dómarann er það einstaka mál, sem hann glímir við hverju sinni, mál málanna. Hann veit, að þá er hann hefur kveðið upp dóm sinn, bindur dómurinn hann sjálfan eigi síður en aðiljana, er óaftur- kallanlegur hluti hans sjálfs og ber honum vitni. Dóm- urum ber að dæma eftir lögum, en lagatextar eru oft ein- ungis stefnumörk löggjafans og veita eigi svör við þeim úrlausnarefnum, sem fyrir hendi eru, enda er lífið marg- falt auðugra að tilvikum en hinn framsýnasti löggjafi að hugkvæmni. Af þessu leiðir, að dómarar verða að kanna þau undirstöðurök, sem menning vor er reist á, og leitast við að finna þær úrlausnir mála, sem megi verja þjóð- félagið og þegnana hoðaföllum. Öryggi, friður, mannfrelsi og réttlæti eru þau meginmarkmið, sem stefna ber að. Mannfrelsið er nauðsynlegt, en menn mega eigi beita því til að vinna hver öðrum mein. Lögfræðivísindi nútímans beinast æ meir að því að kanna það, sem nefnt er social values, þ. e. þjóðfélagsverðmæti, og leiðir þær, sem laga- framkvæmendum og dómstólum ber að fara til að efla þessi verðmæti og hlynna að þeim. Viðleitni dómstólanna miðar m. ö. o. að því að veita úrlausnir, sem styrkja hið lýðræðislega þjóðfélag. í hverju máli, sem til dóms kemur, verður að líta á þörf þjóðfélagsins fyrir almannaöryggi og allsherjarreglu og á þörf málsaðilja fyrir réttláta niður- stöðu. En nú kann það að bera við, að lög þau, sem dóm- ari á að beita, séu eigi i sem beztu samræmi við þær nið- urstöður, sem vísindi halda fram um mannfélagsverð- mæti. Lög kunna að vera orðin gömul og úrelt eða lög- 66 Tímarit lögfrœðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.