Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 24
jafnaðarlega loflegan vitnisburð, e. t. v. vegna þess, að þeir komast hjá að bera einir ábyrgð á því að sakfella, ef kviðdómur er kallaður til. Fastlaunaðir sýslunarmenn bera hins vegar þá ábvrgð einir. Þess ber þó að geta, að þar er ekki um að ræða eins alvarleg mál. Auk þess ber að hafa það í huga, að ólöglærðir sýslunarmenn eru margir saman í dómi og ábyrgðin dreifist því. Kviðdómar i einkamálum hafa hins vegar sætt töluverðri gagnrýni. Mjög misjafnar fjárhæðir hafa t. d. verið dæmdar í skaða- bætur fyrir áverka, sem telja má svipaða. Hefur það leitt til þess að flest bótamál vegna persónuskaða, hafa dómarar dæmt án kviðdóms, enda er þeim auðveldara að bera saman ráð sín i fámennum dómstóli og sá kjarni, sem á þennan hátt verður til, gerir það kleift að betra samræmi fæst um bótafjárhæðir. Það ber við að lcvið- dómendur verða ekki sammála um úrslit nráls, og þarf þá að taka mál til meðferðar að nýju. Þetta kemur sér illa einkum þegar um flókin mál og umfangsmikil er að ræða og hafa því komið fram tillögur um að atkvæði meiri hluta ætti að ráða, eins og regla er í Skotlandi. Eigi er líklegt, að slik breyting verði g'erð, ekki einu sinni í einkamálum, þar sem sönnunarbyrði er skipt og dómur- inn metur hvor aðila skuli bera hallann af sönnunarskorti. I sakamálum hvílir sönnunarbvrðin, eins og kunnugt er, óraskað á ákæruvaldinu. Ef slakað vrði á kröfunni um samhljóða atkvæði kviðdóms í þeim málum, mundi það eflaust skapa vafa um sekt dómfellda og er slík lausn ótæk, enda þótt ýmsir telji þeirri reglu ensks réttarfars, að l^etra sé að sýkna sekan en sakfella saklausan, beitt um of. Jafnvel þótt dómari dæmi einn, gera áhrif kvið- dómsins vart við sig. Aður fvrr var kviðdómurinn megin- þáttur ensks réttarfars og hefur skilið þar eftir spor, sem ekki verða afmáð. Réttarfarið hefur lengi verið munnlegt að mestu, enda varð ekki hjá því komizt áður fyrr, þegar allt þurfti að skýra fyrir tólf kviðdómendum, sem að jafnaði voru hvorki læsir né skrifandi. Og enn er það 86 Tímarit löqfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.