Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 35
skila sératkvæðum. Lítil vandkvæði eru á þessu, ef meiri hluti dómenda ræður máli til lykta með sömu rökum. Öðru máli gegnir, ef 2 dómarar dæma málið sóknaraðila i vil án þess að samstaða sé um meginrök, en sá þriðji dæmir varnaraðila í vil, enda hefur þá engin meginregla stuðning meiri hluta dómenda og fær dómurinn þvi lítið fordæmisgildi. Þar sem 5 dómarar sitja í dómi, geta 3 dæmt öðrum aðila i vil samkvæmt þrem mismunandi rök- um, jafnframt því sem 2 eru sammála um rök til þess að dænra hinum aðila í vil. Hér hefur aðeins ein megin- regla stuðning fleiri en eins dómara, sú sem var þeim aðila í vil, er ekki fékk máli sínu framgengt. Þess ber að gæta, að þótt Ijóst sé hver „Ratio deciendi“ er, verður að meta hana í síðari málum, ef til hennar er vitnað, til þess að finna hvort henni var beitt rýmra eða þrengra en nauðsyn bar til eða andstætt einhverjum settum lögum eða einhverri jafnvel eldri bindandi réttarreglu. Hér eru það huglæg atriði, sem máli skipta og mikið veltur á þvi, hvaða staðreyndir dómarinn telur eiga að ráða um úrsiit. Hér má nefna dæmi: f máli Donoghue gegn 0. Stevenson (1932) A. C. 562 kom áfrýjandi ásamt vini sínum inn i veitingalnis. Vinur hennar keypti handa henni engiferbjór í ógagnsærri flösku. Eigandi veitingahússins opnaði flöskuna og hellti dálitlu úr henni í glas og áfrýjandi drakk það. Vinur henn- ar hellti nú í glasið því sem eftir var í flöskunni, en í þvi var rotinn snigill. Afrýjandi varð mjög veik af drykknum. Hún gat ekki höfðað mál gegn eiganda veitingahússins fyrir samningsrof, af því að vinur hennar hafði keypt flöskuna, en hún ekki. Gat hún þá höfðað mál gegn fram- leiðanda engiferbjórsins -til skaðabóta utan samninga vegna þess gáleysis, að snigillinn hafði komizt í flöskuna. Eldri dómar virtust leiða til þess, að þótt samningur A við B leiddi til tjóns fyrir C, þá gæti C ekki stefnt A til heimtu skaðabóta utan samninga. Lávarðadeildin taldi hins vegar með 3 atkvæðum gegn 2, að áfrýjandi ætti Timarit lögfræðinga 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.