Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Side 50
launamálum þeirra, þar sem Dómarafélagið væri hvorki aðili að B. S. R. B. né Bandalagi háskólamanna. í því samhandi samþykkti fundurinn svofellda tillögu: „í lögum nr. 53/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er svo mælt, að ákvæði þeirra taki ekki til ráðherra og hæstaréttardómara, sbr. þó 2. mgr. 4. gr. laganna. Telur fundurinn að hliðstæðar reglur eigi að gilda um dómara almennt og felur stjórn fé- lagsins að vinna að því, að nefndum lagaákvæðum verði breytt í það horf“. Þá lýsti fundurinn ánægju sinni yfir því, að rikisstjórn- in hefði ákveðið, að fram færi endurskoðun á dómaskipun landsins, löggjöf um meðferð dómsmála og starfstilhögun dómstólanna og endurskoðun á ákvæðum laga um sveit- arstjórnarumdæmi landsins. Kaus fundurinn Sigurgeir Jónsson bæjarfógeta til setu i nefnd, sem dómsmálaráð- herra hafði ákveðið að skipa til að annast þá endurskoðun, en hann hafði óskað þess, að Dómarafélag íslands nefndi fulltrúa í hana. Áður hafði félagið nefnt Ásgeir Pétursson sýslumann til setu i nefnd þeirri, sem fer með endurskoð- un laga um sveitarstjórnarumdæmi landsins. Samþvkkt var tillaga þess efnis, að skora á ríkisstjórn- ina að hlutast til um það, að sett yrðu lög um kaup lausa- fjár með afborgunarkjörum. Auk framangreindra mála var fjallað um ýmis félags- og hagsmunamál dómara. Stjórn félagsins skipa nú: Hákon Guðmundsson yfirborg- ardómari, formaður, Jón ísberg sýslumaður, formaður Sýslumannafélagsins, í stað Páls Hallgrímssonar sýslu- manns, er baðst eindregið undan endurkjöri, Þórður Björnsson yfirsakadómari, formaður Dómarafélags Reykjavíkur, Bjarni K. Bjarnason borgardómari og Torfi Hjartarson tollstjóri. Forseti íslands tók á móti fundarmönnum og konum þeirra i mjög ánægjulegu síðdegisboði á Bessastöðum fimmtudaginn 13. október, en daginn eftir minntist fé- 112 Tímarit löofræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.