Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 58
Á við og dreif Embætli. Hafsteinn Hafsteinsson var skipaður lögreglustjóri i Bolungarvík frá 1. sept. 1966, en frá þeim tíma var Jóni G. Tómassvni veitt lausn frá embætti. Hann tók við stöðu skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar. Valtýr Guðmundsson var skipaður sýslumaður í Suður- Múlasýslu frá 1. jan. 1967. Valtýr hefur verið fulltrúi sýslumanns Suður-Múlasýslu siðan hann lauk prófi 1951 og jafnframt stundað ýmis lögfræðistörf. Hann tekur við af Axel V. Tulinius, er fékk lausn frá embætti 28. okt. 1966. Nýir hæstaréttarlögmenn. 19. október. Einar G. Einarsson. AS prófi loknu stundaði hann mál- flutning og fasteignasölu í félagi við bróður sinn, Gunn- laug Einarsson hrl. 28. nóvember. Hjörtur Torfason. Síðan Hjörtur lauk prófi, hefur hann stundað málflutning í skrifstofu þeirra hæstaréttarlög- mannanna Evjólfs K. Jónssonar og Jóns Magnússonar. 12. desember. Ragnar Aðalsteinsson lauk prófi 1962 og gerðist þá full- trúi í skrifstofu þeirra hæstaréttarlögmannanna Lárusar Fjeldsted, Agústs Fjeldsteds og Benedikts Sigurjónssonar. Ragnar hefur starfað þar síðan. 20. desember. Bárður Jakobsson. Að prófi loknu 1942 gerðist Bárður j 120 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.