Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 23
J/ónatan ftórmundi óóon lehtor: Mat á geðrænu sakhæfi Inngangur. I refsiréttarfræði er ítarlega fjallað um refsiskilyrði. Þau eru samkvæmt eðli sínu og hlutverki flokkuð í hug- læg (subjektív) og hlutræn (objektív) skilyrði. Hin hlut- rænu skilyrði eru tvenns konar, jákvæð skilyrði og nei- kvæð (refsileysisástæður). Jákvæð skilyrði eru í því fólg- in, að verknaður verður að vera ólögmætur og varða við einhverja gildandi refsiheimild. Þessi skilyrði eru þannig löguð, að ekki þykir fært að setja um þau almenn fyrir- mæli í lögum. Við mat á hlutrænni ábyrgð þarf því að kanna viðeigandi refsiheimild svo og reglur um lögjöfn- un og skýringu refsilaga. Hlutrænar refsileysisástæður eru að nokkru lögfestar, sbr. 12. og 13. gr. alm. hgl. nr. 19/1940 um neyðarvörn og neyðarrétt. Aðrar slíkar ástæð- ur eru að mestu mótaðar af refsifræði og réttarfram- kvæmd, svo sem samþykki, lögleg réttarvarzla, hags- munamat og negotiorum gestio. A sama hátt greinast hin huglægu skilyrði í jákvæð skil- yrði (saknæmi, sbr. 18. og 19. gr. alm. hgl.) og refsi- leysisástæður (sakhæfi — sakhæfisskortur, sbr. 15.—17. gr. alm. hgl.). Jákvæð skilyrði eiga sammerkt í því, að þau verða al- mennt að vera fyrir hendi, til að refsingu verði beitt, og þau þarf að staðreyna við meðferð hvers máls. Refsileysis- ástæðurnar eru hins vegar í eðli sínu varnarúrræði. Á þær reynir aðeins í undantekningartilfellum og þá oftast að gefnu tilefni frá varnaraðila. Tímarit lögfræðinga 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.