Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 33
Að öllum jafnaði á héraðsdómari frumkvæði að fram- lcvæmd geðrannsóknar. Könnun min á dómum Hæstarétt- ar gefur þó litla vitneskju um þetta atriði. Stundum er að vísu tekið fram, að geðrannsókn hafi farið fram að tilhlutan dómsins eða héraðsdómara. 1 einu máli (Hrd. XX, 104) var það að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, er þá fór með ákæruvaldið, reyndar eftir uppsögu hér- aðsdóms; og í öðru máli (Hrd. XXI, 333) að frumkvæði Hæstaréttar. öskir sökunauta og réttargæzlumanna þeirra kunna þó að hafa ráðið einhverju i sumum tilfellum. I einu máli, er dæmt var í sakadómi Reykjavikur á siðast- liðnu ári, kom til br>m ósk sökunautar sjálfs. Því máli var ekki skotið til Hæstaréttar. Héraðsdómari tekur ákvörðun um framkvæmd geð- rannsóknar, svo sem hvaða læknir skuli annast hana. Övíst er, hvaða hlutverk Hæstiréttur ætlar sér að þessu leyti. I áðurnefndu máli í XXI. bindi, bls. 333, krafðist. rétturinn framhaldsrannsóknar. Sú rannsókn var háð í sakadómi Reykjavikur. I Hrd. XXI. bindi, bls. 253, er ekki beinlinis tekið fram i dómsendurriti, hvernig þessu hafi verið farið, en af skjölum málsins má sjá, að sakadóm- arinn í Reykjavik hefur að formi til annazt um fram- kvæmd rannsóknarinnar og ritað læknaráði um málið. Sérstakir dómstólar, er með refsimál fara samkvæmt reglum laga um meðferð opinberra mála, svo sem siglinga- dómur, sjó- og verzlunardómur og kirkjudómur, geta væntanlega tekið ákvörðun um framkvæmd geðrann- sóknar. Venjulegast er ákvörðun um geðrannsókn tekin með úrskurði. Er hún þá langoftast tengd gæzluvarðhaldsúr- skurði. Algengt er, að gæzluvarðhaldi sé beitt fyrst og fremst til þess, að geðrannsóknin geti farið fram ótrufluð. Afla þarf 5’missa upplýsinga hjá vandamönnum og vinum sökunautar, og væri þá hætt við, að sökunautur gæti tor- veldað þá rannsókn, ef hann gengi laus, t. d. með því að hafa áhrif á þessa aðila, sbr. 1. tölulið 67. gr. 1. 82/1961. Tímarit lögfræðinga 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.