Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 50
innan þjóðarréttar og milliríkjasamninga, til þess að hindra ofnýtingu þeirra. Vék hann að þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið á grundvelli laganna um vísinda- lega verndun fiskimiða landgrunnsins frá árinu 1948, og ákvæði Genfarsamningsins frá 1958 um fiskveiðar og vernd fiskistofnanna. Kvað hann hér stefnt í rétta átt, að því er þau ríki snerti, sem aðilar eru að þess- um Genfarsamningi. Hins vegar kvað hann samning- inn ekki leysa vanda ríkja sem Islands, er teldu það sann- girniskröfu, sem hljóta ætti viðurkenningu i þjóðarétti, að þau fengju forgangsrétt til landgrunnsfiskimiðanna. Taldi ræðumaður, að hæpið væri að unnt reyndist á allra næstu árum að fá alþjóða viðurkenningu á því að færa mætti fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 mílna markið. Því bæri að leggja megináherzluna á það, að fá fram viðurkenningu á rétti strandrikja, sem efnahag sinn byggja á fiskveiðum, til nýtingar landgrunnsmiðanna umfram aðrar fiskveiði- þjóðir. A Genfarráðstefnunni árið 1958 kvað dr. Gunnar 30 þjóðir hafa greitt atkvæði með tillögu Islands í þessa átt. Kvað hann all nokkurn skilning vera þegar á alþjóða- vettvangi á nauðsyn þessa og yrði að vinna að því að auka hann. Ræddi dr. Gunnar siðan um það, á hvern hátt væri skynsamlegast að vinna að þessu marki. Að lokinni ræðu frummælanda tók til máls Jón Jóns- son, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar. Taldi hann fiskveiðar á Norður-Atlantshafi vera á alvar- legum tímamótum að því er varðar ofveiði. Kvað hann engan ágreining vera meðai erlendra fiski- fræðinga um niðurstöður íslenzkra fiskifræðinga um þetta efni og að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til að sporna við þeirri þróun, sem nú væri á þessu sviði. Ræddi Jón síðan ýmsar leiðir, sem hægt væri að fara á þessu sviði og vék að þeirri þróun, sem orðið hefði frá því á Genfarráðstefnunni 1958. Vék hann síðan að fundi Norð- ur-Atlantshafsnefndarinnar, sem halda á hér i Reykjavik á þessu ári. 48 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.