Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 52
Frá Bæjarþingi Reykjavíkur Nokkrir dómar frá 1965. Hér er íramhald af safni dóma er birtust í 2. h. 1967. Val dómanna hafa annazt þeir fulltrúarnir Björn Þ. Guð- mundsson og Stefán Már Stefánsson. Vátryg'g'ingariðgjald. Greiðsluskylda bátaeigenda. Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, höfðaði mál gegn Landsbanka Islands, Revkjavik til greiðslu á ógreiddu tryggingariðgjaldi af bátnum B fyrir límabilið 20. nóvember 1962 til 19. apríl 1963 og til greiðslu ábyrgðargjalds og söluskatts ásamt vöxtum og málskostnaði. Stefndi krafðist sýknu og málskostnaðar. Málavextir voru þeir, að á nauðungaruppboði í Vest- mannaeyjum þann 27. ágúst 1962 fékk stefndi bátinn B útlagðan sem ófullnægður veðhafi. Stefndi tók að sér að greiða áhvílandi skuldir á bátnum m. a. vatryggingar- iðgjald, og voru þau síðan gerð upp til 1. september 1962. Uppboðsafsal stefnda til handa var útgefið 20. nóvember 1962, og var stefndi skráður eigandi bátsins B í veðmála- bókum Vestmannaeyja frá þeim degi til 19. apríl 1963. Stefndi afsalaði síðan bátnum til P og G í Stykkishólmi. með afsali útgefnu 19. apríl 1963. Samkvæmt því afsali voru kaupin miðuð við 8. september 1962 og tóku kaup- endur að sér að greiða tryggingariðgjöld frá 1. september 1962. Umræddur bátur virðist síðan hafa verið tekinn í tryggingu hjá Bátatryggingu Breiðafjarðar, 28. maí 1963, en fram að þeirn tíma verið i tryggingu hjá stefnanda. Þann 7. febrúar 1964 var báturinn svo enn seldur á nauð- ungaruppboði í Stykkishólmi og var lagður út stefnda, sem ófullnægðum veðhafa. 50 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.