Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 68
staðizt. Benti stefndi á, að stefnandi reiknaði sér kaup fullgildra þula. Ef stefnandi teldist eiga rétt á einhverju kaupi gæti það aldrei orðið nema brot af því sem krafizt væri. I annan stað hlyti og að koma til frádráttar kaupi fyrir þularstarfið að því leyti, sem stefnandi hafi unnið við þau störf í skyldutíma sínum, sem starfsmaður stefnda, eða á tímabilinu frá kl. 9 til 17. Um þennan lið segir svo i forsendum dómsins, að stefnandi hafi verið valin af stefnda til að inna af þular- störf til frekari reynslu vegna væntanlegrar ráðningu þular, og hafi það starf að mestu leyti verið unnið fyrir utan hinn fastráðna starfstíma hennar hjá stefnda. Yrði því að telja, að stefnanda hafi borið þóknun fyrir störf þessi, enda hafi stefndi engan fyrirvara gert um það, að þau skyldu vinnast endurgjaldslaust. Við ákvörðun um þóknun var haft í huga að hér var um æfingar — og reynslustarf að ræða, stefnandi starfaði að þeim að mestu leyti undir eftirliti þula, og hluti starfsins var unninn i hinum fasta starfstíma hennar hjá stefnda, sem hún fékk greidd full laun fyrir. Að þessu öllu athuguðu og með hliðsjón af launum stefnanda og launum og starfsregl- um þula þótti þóknun til hennar fyrir þularstörfin hæfi- lega ákveðin kr. 5,000,00. Samkvæmt þessari niðurstöðu dómsins var stefndi, þ. e. vinnuveitandinn, dæmdur til að greiða stefnanda kr. 20,758,60 ásamt vöxtum og málskostnaði. Bæjarþingsd. Uppkv. 19. febrúar 1965. 66 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.