Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 16
of hátt framtal tekna? Um þetta segja lögin ekkert, en hins vegar sýnist ekkert því til fyrirstöðu að láta framteljanda njóta kæruréttar skv. skattalögum í þessu sambandi, sbr. 40. gr. tskl. Kæran yrði eins og aðrar kærur að vera studd nægilegum gögnum. Um þetta atriði fjallar Thöger Nielsen í bók sinni „Indkomstbeskatningen". Hann kemst þar að þeirri niðurstöðu, að ekki sé rétt að telja skattframtalið bindandi fyrir skattþegn, þegar það hefur inni að halda rangar upp- lýsingar, en hins vegar geti framtalið orðið bindandi fyrir framtelj- andann að því leyti, sem hann hefur heimild til innan vissra marka að ákveða sjálfur þau atriði, sem fram koma á framtali, t. d. varðandi fyrningar o. fl. Þá vil ég að lokum lita til þess, hvernig sé afstaða skattyfirvalda til framtalsins og að hve miklu leyti skattyfirvöld eru bundin af fram- talinu. Um þetta atriði eru bein ákvæði í 37. gr. skattalaga, 1. mgr., þar sem segir: „Þegar framtalsfrestur er liðinn, skal skattstjóri leggja tekjuskatt og/eða eignarskatt á gjaldanda skv. framtali hans.“ Skatt- stjóra er þó skylt í fyrsta lagi, að leiðrétta augljósar reikningsskekkj- ur, svo og einstaka liði, ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli, og í öðru lagi er skattstjóra heimilt að leiðrétta einstaka liði, ef telja má, að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en gera skal skattþegni strax viðvart um slíkar breytingar. Gengið virðist út frá, að þama sé um að ræða atriði, sem ekki varða viðurlögum, þótt röng séu. Þannig virðist ljóst, að skattyfirvöld hafa ekki aðeins leyfi til, heldur ber þeim og skylda til, að taka skattframtal til greina, sé það formlega rétt. Ef þeir vilja bera brigður á einhver efnisleg atriði framtals, verður að gera framteljanda aðvart um það og gefa honum kost á að tjá sig um þau atriði, sbr. þá dóma, sem ég vísaði til áðan. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir, að skattyfirvöld geti neytt heimilda sinna til rannsóknar á framtali og að slík rannsókn geti leitt til skatthækkana vegna undandráttar, sbr. 36. gr. tekjuskattslaganna. Niðurlag. Ég hef í erindi þessu reynt að gera grein fyrir þeim lagareglum, sem fjalla um framtalið. Mér er ljóst, að hér er ekki um fræðilega framsetningu að ræða. Til þess hefði þurft miklar rannsóknir, ekki sízt á framkvæmd þessara fyrirmæla af hálfu skattyfirvalda. Um þessa hluti hefur ekkert verið ritað á íslandi, svo að mér sé kunnugt, og er því ekki við margar heimildir að styðjast. Þó vona ég, að þessar línur megi verða til einhverra nota fyrir þá, sem um þessi mál þurfa að fjalla. 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.