Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 17
Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri: GILDISTAKA SKATTALAGABREYTINGA Það er alkunnugt, að skattalagabreytingar eru tíðar hér á landi, enda eru skattar í einu eða öðru formi það hagstjórnartæki, sem hand- hægast þykir að grípa til, ef rétta þarf af þá slagsíðu, sem með reglu- legu millibili vill koma á þann farkost, sem flytur okkur inn í velsæld nútíma þjóðfélags. Um langt skeið hefur það verið venja, að löggjafarsamkunda þjóð- arinnar samþykkir ný skattalög eða eftir atvikum breytingar á eldri skattalögum nálægt áramótum, en þó oft ekki fyrr en á fyrri hluta álagningarárs, stundum skömmu fyrir álagningu gjalda, og er þá jafn- framt oftast ákveðið, að lögin skuli taka gildi þegar í stað og að við álagninguna skuli skattar miðaðir við tekjur og eign skattþegns á fyrirfarandi ári. Þetta er að vísu ekki undantekningarlaus regla, eins og sjá má af skrá þeirri um skattalög, sem lögð hefur verið fram hér í tilefni af þessum umræðum. Skráin er að stofni til tekin upp úr grein dr. Björns Björnssonar hagfræðings: „Ágrip af sögu íslenzkrar skattalöggjafar“, er birtist í afmælisriti til Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra, sem út kom árið 1950, en Ármann Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur aukið við skrána þeim lögum, sem orðið hafa til, eftir að giæin dr. Björns var rituð. Þess eru dæmi, að löggjafinn hafi ákveðið gildistökudag nýrra skattalaga og skattalagabreytinga fram í tímann, en ég þykist mega fullyrða, að þetta sé og hafi verið tiltölulega fátítt. Verð ég þó að játa, að ég hef ekki gert nákvæma rannsókn á skránni með tilliti til þessa atriðis. Það skiptir skattþegn verulegu máli, hver háttur er á hafður í þessu efni, og fer það að vísu mjög eftir því, hvers eðlis skattbreytingin er. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.