Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 36
5. Vandamál í sambandi við gildistöku skattlagabreytinga. Fyrirlesari Guðmundur V. Jósefsson, gjaldheimtustjóri. Guðmundur Skaftason hrl. hafði í samráði við Þór Vilhjálmsson formann lögfræðingafélagsins samið dagskrá, og höfðu þeir jafnframt gert tillögur um framsögumenn um hvert efni fyrir sig. Umræðustjórar á námskeiðinu voru hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes L. L. Helgason og Eggert Kristjánsson. Var námskeiðið haldið í Lögbergi (húsi lagadeildar). Um framkvæmd námskeiðsins sáu borgardómararnir Stefán M. Stefánsson og Hrafn Bragason. Þátttakendur voru milli 50 og 60 á námskeiðinu, en auk þess var það sótt af þeim, er annazt höfðu einhverja vinnu við undirbúning þess. Á eftir framsöguerindum urðu fjörugar umræður. Voru bornar fram fyrir- spurnir og jafnframt gerðar athugasemdir við sumt það, er fram hafði komið hjá fyrirlesurum. Ákveðið er, að framsöguerindin verði öll birt í Tímariti lögfræðinga, og munu þau fyrstu -Jtasi í þessu hefti. Óhætt mun að segja, að námskeið þetta hafi þótt takast vel, og sýnir fjöldi þátttakenda, að mikill áhugi er ríkjandi meðal lögfræðinga á námskeiða- haldi sem þessu. Er það von stjórnar lögfræðingafélagsins, að ekki þurfi lengi að biða næsta námskeiðs. Hrafn Bragason ÞRÍR FÉLAGSFUNDIR Þrír félagsfundir hafa verið haldnir á þessu starfsári Lögfræðingafélagsins eftir aðalfundinn 14. desember, sem frá er sagt á öðrum stað. Á fræðafundi 18. janúar flutti Hjördís Hákonardóttir cand. jur. fyrirlestur, sem hún nefndi: „Eru fóstureyðingar réttlætanlegar?" í umræðum að loknum fyrirlestrinum tóku þátt auk framsögumanns: Garðar Gíslason skrifstofustjóri borgardómaraembættisins, Hjörtur Torfason hrl„ Þór Vilhjálmsson prófessor og Guðrún Erlendsdóttir hrl. Fundur þessi var á Hótel Sögu, Átthagasal, en þar hafa flestir fundif félagsins verið um nokkurt skeið. Á félagsfundi í Lögbergi 22. janúar var rætt um umsagnir um þrjú þingmál, sem send höfðu verið félaginu til umsagnar. Fyrst var fjallað um þingsálykt- unartillögu Ragnars Arnalds um útgáfu lagasafns í lausblaðabroti. Formaður félagsins hafði framsögu um frumdrög að svari, og síðan tóku til máls Jóna- tan Þórmundsson prófessor, Már Pétursson héraðsdómari, Bjarni K. Bjarna- son borgardómari og Jón Thors deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu. Var að lokum samþykkt að svara á þá leið, að félagið mæli með því, að rækilega sé kannað fyrirkomulag á útgáfu lagasafns, svo að bætt verði úr þeim erfiðleikum, sem koma fram, þegar langt líður milli útgáfa. Tekið skyldi fram í svari félagsins, að í þessu sambandi komi til athugunar sá útgáfu- háttur, sem um ræðir í þingsályktunartillögunni. Þessu næst var á fundinum rætt um sijórnarfrumvarp um breyting á lög- um nr. 57/1962 um Hæstarétt. Stefán Már Stefánsson borgardómari skýrði fjölrituð drög að svari, sem félagsstjórnin lét dreifa á fundinum. Síðan tóku 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.