Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 43
Ávíð oú dreif FRÁ AÐALFUNDI DÓMARAFÉLAGS ÍSLÁNDS Dagana 9.—11. nóvember sl. var aðalfundur Dómarafélags islands hald- inn í nýja Tollhúsinu í Reykjavík. Formaður, Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti, setti fundinn og stjórnaði hon- um, en skipaði þá Andrés Valdimarsson sýslumann og Valgarð Kristjánsson borgardómara fundarritara. Fundurinn hófst með því, að formaður ávarpaði félaga og gesti, en meðal þeirra voru við fundarsetninguna Ólafur Jóhannesson forsætis- og dóms- málaráðherra og Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra. Þá minntist for- maður Kristjáns Steingrímssonar fyrrverandi sýslumanns og bæjarfógeta, sem látizt hafði á liðnu starfsári félagsins, og bað fundarmenn að votta honum virðingu sína með bví að rísa úr sætum. Að því loknu greindi formaður frá embættaskipunum á árinu, en þær voru sem hér segir: Ármann Snævarr, hæstaréttardómari. Ólafur St. Sigurðsson, héraðsdómari. Freyr Ófeigsson, héraðsdómari. Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari. Már Pétursson, héraðsdómari. Auður Þorbergsdóttir, borgardómari. Hrafn Bragason, borgardómari. Björn Þ. Guðmundsson, borgardómari. Jón A. Ólafsson, sakadómari. Björn Hermannsson, tollstjóri í Reykjavik. Gísli G. ísleifsson, lögreglustjóri í Bolungarvík. Björn Helgason, hæstaréttarritari. Að loknum ávörpum ráðherranna Ólafs Jóhannessonar og Halldórs E. Sig- urðssonar flutti formaður skýrslu um störf félagsstjórnar á liðnu starfsári. Gat hann þess meðal annars, að Tryggingastofnun ríkisins hefði, eins og forstjóri hennar hefði skýrt frá í hófi eftir síðasta aðalfund, fært félaginu kr. 100.000,00 að gjöf í virðingar- og þakklætisskyni í tilefni af 30 ára afmæli félagsins, og hefði gjöfin verið lögð í utanfararsjóð. Þá gat formaður og þess, að danska dómarasambandið hafi sent Dómarafélagi (slands boð um að taka þátt í ársfundi félagsins 6. og 7. október sl., og hafi boðið verið þakkað og árnaðaróskir sendar, en jafnframt tilkynnt, að Dómarafélag íslands gæti ekki tekið þátt í fundinum. Enn fremur skýrði formaður frá því, að Torfi Hjartarson 37

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.