Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 46
Útgáfustarfsemi var enn sem fyrr all umfangsmikil. Að venju komu út fjögur tölublöð af Úlfljóti, er höfðu að geyma margvíslegar greinar um lög- fræðileg efni. Þar er einnig að finna greinargerðir um starfsemi Orators og nýjungar í laganámi. Það var XXV. árgangur Úlfljóts, er út kom á sl. ári og var alls 400 blaðsíður. Ljósprentun Úlfljóts var haldið áfram á starfsárinu og lokið við endurprentun 7. og 8. árgangs. Sú endurprentun er 300 blaðsíður. Stefnuvottaskrá var endurútgefin og send styrktariélögum Úlfljóts. Þá voru gefin út fimm fréttabréf, þar sem greint var frá því helzta, sem á döfinni var hverju sinni í félagsiífinu og kennslumálum. Loks var endurútgefin sérprentun á samninga- og vátryggingalögum. Hátíðisdagur Orators var að venju haldinn 16. febrúar. Árdegis sat bæjar- þing Orators, en síðdegis flutti Sigurður Líndal prófessor erindi um réttar- stöðu íslands 1264 til 1660, og laganemar sátu síðdegisdrykkju hjá Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra. Að kveldi dags var haldin vegleg veizla og stiginn dans. Þrír norrænir laganemar komu hingað til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Orator hafði talsverð samskipti við erlenda lagastúdenta á síðasta ári. Félagið hefur sem kunnugt er átt aðild að Norræna laganemaráðinu (NSJR) síðan 1965. Ráðið gengst árlega fyrir tveimur formannaráðstefnum; sú fyrri var haldin í apríl sl. í Ábo í Finnlandi. Síðari fundurinn var haldinn í Reykjavík á vegum Orators. Alls komu til fundarins 15 norrænir laganemar auk íslenzku fulltrúanna. í júnímánuði sl. var XVIII. norræna laganemamótið haldið í Tyrventö í Finnlandi. Tólf íslenzkir laganemar sóttu mótið. Auk þess sótti mótið Magnús Thoroddsen borgardómari, sem flutti erindi, er nefndist: Beskyttelse af per- soner som ikke har direkte ökonomisk fordel af sin stilling. Umræður á mót- inu voru að verulegu leyti stjórnmálalegs eðlis; það heitir að ræða lögfræði í þjóðfélagslegu samhengi! Tveir bandarískir laganemar dvöldust hér í 10 daga í febrúar í boði laga- deildar og Orators. í byrjun október fóru svo tveir íslenzkir laganemar íil Bandaríkjanna og dvöldu þar í sex vikur við Ohio Northern University. Auk þessa fóru fulltrúar Orators á Hoppeballet í Osló og Lillehammerseminarið, sem norskir laganemar gangast að jafnaði fyrir í byrjun janúar ár hvert. Kennslumál lagadeildar voru ofarlega á dagskrá sl. ár. Unnið var að því að setja ýmsar nánari reglur um framkvæmd nýju reglugerðarinnar. Samþykkt- ar voru reglur um sérstaka æfingaskyldu og í undirbúningi eru reglur um námsvist á lögfræðistofum. Reglur um skilaskyldu raunhæfra verkefna voru settar og felldar inn í reglur um æfingaskyldu. Að venju voru farnar nokkrar kynnisferðir. M. a. fór síðari hluti í vísinda- leiðangur til Vestmannaeyja, þar sem haldið var seminar um fljótvirka með- ferð dómsmála undir stjórn Stefáns Más Stefánssonar borgardómara. Á árinu fékk lagadeild til afnota nýtt hús, Lögberg. Orator hefur mjög gott húsnæði til félagsstarfsemi í hinu nýja húsi auk geymslu fyrir Úlfljót. Lestrar- aðstaða laganema hefur einnig batnað til mikilla muna; þeir hafa nú afnot af 84 sætum í Lögbergi, en höfðu áður 34 sæti að Aragötu 9. Enn er þó ósannað hvort lestraráhuginn hafi aukizt að sama skapi og lestrarrýmið! Þorsteinn Pálsson 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.