Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 11
fjármuna). Mörkin milli 244. gr. og 257. gr. geta þó verið mjög óskýr, sbr. Hurwitz, Speciel del, bls. 387. 2. Hagnaðarbrot (ávinningsbrot) er víðtækara hugtak en auðgunar- brot. Auðgunarbrot í tæknilegum lagaskilningi eru hagnaðarbrot. Þessi brot eru ýmist hagnaðarbrot í eðli sínu (peningafals, skattsvik) eða þau eru framin af ýmsum hvötum, þ. á m. í ávinningsskyni (líkams- árás gegn greiðslu, brenna í þeim tilgangi að svíkja út tryggingarfé, klipptur hárlokkur af stúlku í söluskyni). Að baki flestum brotum getur legið hagnaðarhvöt. Hagnaðarbrot eru því öll þau brot, sem fram- in eru í ávinningsskyni, þ. e. með þeim ásetningi (í þeim tilgangi) eða með þeim hvötum að ávinna sér fjárhagslegan hagnað. Hugtakið er of óljóst til að vera grundvöllur refsiréttarlegrar framsetningar og flokkunar. I afbrotafræði er hagnaðarhvötin mjög mikils vert athug- unarefni, og eru hvatir þar stundum notaðar til flokkunar á tegundum athafna og brotamanna. 1 refsilögum er flokkun fremur miðuð við verndarandlag verknaðar (hvers eðlis andlagið er) eða aðferðina við verknaðinn. Hagnaðarhvöt (auðgunarhvöt) er í nokkrum tilfellum lögbundið skil- yrði refsinæmis eða refsihækkunar í ákvæðum, sem eru flokkuð eftir öðrum sjónarmiðum í refsilögum. Þetta getur átt við um brot, sem þurfa ekki að vera hagnaðarbrot eða brot, sem í undantekningartil- vikum má rekja til auðgunarhvata (4. mgr. 220. gr., 226. gr. 2. mgr., 216. gr. 2. mgr., 139. gr. alm. hgl). Algengara er samt, að svo hátti um brot, sem í eðli sínu stefna að ávinningi, svo sem mútuþægni (128. gr. og 103. gr. 5. tl.), það að gera sér lauslæti annarra að tekjulind (206. gr. og 207. gr.), notkun rangra mælitækja eða vogaráhalda (160. gr.), brot gegn skatta- og tollalögum, verðlagslöggjöf, fiskveiðibrot, brot á reglum um framfærslu og atvinnuháttu (180.—185. gr. alm. hgh), ólögmæt viðtaka skatta (129. gr.). Þótt fjárhagslegur ávinningur (fjárgróði) sé almennt ekki þáttur í efnislýsingu brota skv. XVI. og XVII. kafla hgl., ræður hagnaðarhvötin mestu um framningu þessara brota og hefur áhrif á refsiákvörðun. Dæmi er þar um vægari refsimörk, sé hagnaðarhvöt ekki að verki, sbr. 2. mgr. 155. gr. Mörg þeirra hagnaðarbrota, sem nú voru greind og falla utan XXVI. kafla, fela í sér efnislega röskun (eða hættu á röskun) á fjárskipta- grundvellinum og valda þannig ólögmætri yfirfærslu fjármuna. Svo er þó ekki ætíð. Sem dæmi má nefna brot, þar sem greiðsla er innt af hendi með gildu samþykki (207. gr.) eða teknir eru fjármunir, sem enginn lögformlegur aðili telst eiga (landhelgisbrot). 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.