Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 30
að gefa skýrslu (framtal) um tekjur sínar og eignir og stuðla þannig að réttri skattákvörðun. Skattþegn leggur þannig með skýrslu sinni grundvöll að skattákvörðun. Framtelj endur freistast til að vantelja tekjur, en oftelja frádráttarliði, stundum í nokkuð öruggri von um að komast upp með það. 1 seinni tíð hefur verið reynt að draga úr slíkum freistingum með því að afla gagna víðar að, t. d. með skýrslugjöf vinnuveitenda um launagreiðslur til starfsmanna. Eftir sem áður eru margar smugur, og brotum þessum er fremur auðleynt. Fjársvik krefj- ast aftur á móti frumkvæðis og athafnasemi hins brotlega í mun rík- ari mæli, einkum er hann vekur eða styrkir ranga hugmynd tjónþola. Mörkin eru hvergi nærri skýr. c) Fullframningarstig brotanna er ólíkt. Fjársvik eru hreint tjóns- brot þrátt fyrir hinar takmörkuðu ásetningskröfur að því er tjónið varðar. Þessu er öfugt farið með skattsvik. Refsinæmi verknaðar skv. 1. mgr. 48. gr. 1. nr. 68/1971 er tengt skýrslugjöfinni sem slíkri, með henni er brot fullframið. Það er ekki skilyrði, að háttsemin leiði til rangrar úrlausnar eða baki tjón. Skattayfirvöld þurfa ekki að hafa tekið hinar röngu upplýsingar til greina við skattákvörðun. Verkn- aðarlýsingin felur ekki heldur í sér, að skýrslugjöfin sé til þess fallin að leiða til rangrar úrlausnar, þ. e. hætta á tjóni er ekki efnisþáttur. Nokkur vafi kann að leika á því, hvort brotið er samhverft eða full- framningarstig þess fært fram. Það, sem úr sker, er hvort sök skatt- þegns verður bundin við skýrslugjöfina sjálfa (samhverft brot) eða hvort sýna þurfi fram á þá ætlun sökunautar að koma til leiðar rangri úrlausn (fullframningarstig fært fram). Ákvæðið verður vafalaust að skýra þannig, að sök skattþegns verði að ná til þess að koma fram rangri álagningu sér í hag og baka þannig öðrum tjón, sjá nánar Jóna- tan Þórmundsson, „Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á“, Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1973, bls. 49—50 og 55. d) Skattsvik eru í eðli sínu brot gegn almenningi. Ríki og sveitar- félög eru þó hinir beinu tjónþolar, og óvíst er, að undandregnar skatt- fjárhæðir hefðu komið almenningi til hagsbóta í lægri sköttum, en kannski í aukinni þjónustu (vegir, skólar o. s. frv.). Fjársvik beinast fyrst og fremst gegn fjármunum ákveðinna einstaklinga eða stofn- ana. í eldri hegningarlögum frá 1869 var fjársvikaákvæðið í 253. gr. skýrt þannig, að það næði einungis til sviksamlegrar atlögu gegn fjármunum einstaklinga, en ekki svika gagnvart opinberum stofn- unum, t. d. í því skyni að afla fátækrastyrks, ellistyrks eða annarra styrkja af opinberu fé. Slík svik vörðuðu hins vegar við 258. gr. sömu laga. 1 núgildandi rétti geta bæði svik gegn opinberum stofnunum og 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.