Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 49
Að þessu loknu var gengið til stjórnarkjörs, og var Páll S. Pálsson endur- kjörinn formaður félagsins. Úr stjórn gengu skv. félagslögum Hjörtur Torfa- son hrl. og Jóannes L. L. Helgason hrl. í þeirra stað voru kjörnir hæstaréttar- lögmennirnir Guðjón Steingrímsson og Ragnar Aðalsteinsson, en frá fyrra ári sátu í stjórninni hæstaréttarlögmennirnir Skúli Pálsson og Sveinn H. Valdi- marsson. Varastjórnendur voru kjörnir héraðsdómslögmennirnir Stefán Hirst, Bryjnólfur Kjartansson og Sigurður Georgsson. Endurskoðendur voru kjörnir Árni Halldórsson hrl. og Ragnar Ólafsson hrl. í gjaldskrárnefnd voru kjörnir Gunnar Sæmundsson hrl., Þorsteinn Júlíus- son hrl. og Gylfi Thorlacius hdl., en til vara Jónas Aðalsteinsson hrl. og Skúli J. Pálmason hrl. Félagsgjald næsta árs var ákveðið kr. 10.000,00. Lagt var fram frumvarp að gjaldskrá félagsins, og hafði Benedikt Blöndal hrl. framsögu um það mál. Var frumvarpið samþykkt með nokkrum breyting- um eftir nokkrar umræður. í fundarlok þakkaði formaður fráfarandi stjórnarmönnum starf þeirra í þágu félagsins og fundarmönnum góða fundarsókn á liðnu ári. Að kvöldi aðalfundardags var að venju haldin árshátíð félagsins, sem fór hið bezta fram. Skúli Pálsson NÁMSKEIÐ UM VERKSAMNINGA Lögmannafélag Islands og Verkfræðingafélag íslands gengust fyrir sam- eiginlegu námskeiði lögfræðinga og verkfræðinga um verksamninga dagana 16.—19. apríl s.l. Þátttakendur voru 82. Námskeiðið var haldið í Norræna húsinu utan einn fyrirlestur, sem fluttur var í Árnagarði. Það hófst með ávarpi próf. Theodórs B. Líndal, en fyrsta daginn fluttu Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður og Pétur Guðmundsson verkfræðingur erindi. Prófessor, dr. jur. Tore Sandvik frá Bergen var fenginn til að koma hingað og halda fyrirlestra á námskeiðinu, en hann er sem kunnugt er þekktur fræðimaður á þessu sviði og hefur ritað mikið um það, þ. á m. bókina „Entre- prenörrisikoen", sem útveguð var fyrirfram handa þeim þátttakendum nám- skeiðsins, sem þess óskuðu. Prófessor Sandvik flutti þrjá fyrirlestra og fjall- aði sérstaklega um gerð verksamninga, áhættu vegna jarðvegsskilyrða og aðstæðna á byggingarstað og um vandamál vegna verðbreytinga. Á eftir öllum fyrirlestrunum voru almennar umræður. Námskeið þetta þótti takast mjög vel og margir þátttakendur létu í Ijós þá skoðun, að rétt væri að þessar stéttir, lögfræðingar og verkfræðingar, mættu gjarna auka samvinnu sín í milli frá því sem verið hefur. Jóhannes L. L. Helgason 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.