Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 4
LÖGMENN — STARFSMÖRK OG ÞJÓNUSTA Ritstjórar Tímarits lögfræðinga hafa sýnt Lögmannafélagi íslands þá vin- semd að mælast til þess, að undirritaður semdi örstutt leiðaraspjall í ritið í tilefni af blaðaskrifum f september s.l. um afskipti lögmanna af sölu fasteigna. Málefnið vakti almenningsathygli. Rannsóknarlögreglumaður gat ekki orða bundist og átti blaðaviðtal, vegna þess að á fjörur hans rak í starfi meint mis- ferli við fasteignasölu. Lét hann þess getið, að ,,lögfræðingar“ virtust þar oftast með í ráðum. Stjórn Lögmannafélags íslands svaraði með opinberri yfirlýsingu, þar sem m. a. var á það bent, að eftirlit með framkvæmd laga um fasteignasölu nr. 47/1938 væri slælegt og að illa gerðir samningar við fasteignakaup væru fremur ættaðir frá réttindalausum fasteignasölum og tilkvöddum íhlaupamönn- um, þótt réttindi hafi, en frá lögmönnum, er reka fasteignasölu. Lögð var áhersla á, að þeim firmum og einstaklingum, sem auglýsa fasteignir til sölu, væri veitt aðhald í starfi þeirra, sem og þeim, er selja skip og bifreiðar. I framhaldi þessara hræringa reit stjórn Lögmannafélagsins bréf til dóms- málaráðuneytisins hinn 18. september s.l. Var þar beðið um skrá um fast- eignasölur í Reykjavtk og nágrenni og m. a. vakin athygli á, að félagsstjórnin hefði ástæðu til að ætla, „að þess séu dæmi, að menn með leyfi tii málflutn- ings séu skráðir forsvarsmenn eða forstöðumenn fasteignasölu, án þess að uppfylla skilyrði 3. gr. I. 47/1938 og í raun séu kaupsamningar, afsöl og önnur skjöl varðandi sölu fasteigna gerð af sölumönnum, sem engin starfsréttindi hafa og án nokkurs eftirlits af hálfu þess, sem skráður er fyrir fasteignasöl- unni og hefur til þess leyfi skv. 9. gr. I. nr. 47/1938 eða uppfyllir.13. gr. sömu laga“. Dómsmálaráðuneytið svaraði bréfi þessu hinn 10. október s.l. og sendi skrá yfir fasteignasölur. i bréfi ráðuneytisins segir m. a.: „Jafnframt tekur ráðuneytið fram, að það hefur látið uppi það álit, að firma eða félög megi reka fasteignasölu, ef forstöðumaður þessarar starfsemi firm- ans fullnægir skiiyrðum laga nr. 47/1938. Er þá að sjálfsögðu gengið út frá því, að sá maður vinni að og fylgist með samningagerðum og öðru, sem firmað annast í því sambandi." (Leturbreyting mín.) Þetta leiðir hugann að öðru máli, dómi Hæstaréttar hinn 28. október s.l. í máli gegn stjórn Lögmannafélags Islands. I dómnum er beitt ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 32, 10. febrúar 1971, sbr. heimild í 23. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur, en þetta reglugerðarákvæði bannar lögfræðingum hjá til- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.