Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 6
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Einar Baldvin Guðmundsson hæstaréttarlög- maður andaðist að heimili sínu, Víðimel 27 hér í borg hinn 27. febrúar síðastliðinn, þá rúm- lega sjötugur að aldri. Varð hann bráðkvaddur. Einar fæddist hinn 28. desember 1903 á Hofs- ósi. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur bóndi á Hraunum í Fljótum, síðar verzlunar- stjóri á Siglufirði, f. 15. janúar 1865, d. 25. sept- ember 1907, og kona hans, Jóhanna Stefáns- dóttir frá Krossanesi í Hólmi, f. 26. september 1867, d. 13. júlí 1944. Einar hefur því verið tæpra 4 ára, er faðir hans andaðist, en þá fluttist hann með móður sinni til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur og dvaldist þar til ævi- loka. Einar gekk I Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1923 með hárri 1. einkunn. Að loknu stúdents- prófi fór hann í lagadeild Háskóla íslands og lauk kandidatsprófi þaðan, einnig með hárri 1. einkunn, 1421/3 stigum, 11. febrúar 1928. Að loknu há- skólanámi stundaði hann eitt ár framhaldsnám í sjórétti í Svíþjóð, en var síðan um skeið starfsmaður lögreglustjórans í Reykjavík. I marzmánuði 1929 réðist Einar sem fulltrúi til hinna vel þekktu hæsta- réttarlögmanna Guðmundar Ólafssonar og Péturs Magnússonar, síðar ráð- herra. Hinn 22. desember 1934 lauk hann lögmannsprófi við Hæstarétt, og frá 1. ágúst 1935 rak hann málflutningsskrifstofu í Reykjavík, fyrst með þeim Pétri Magnússyni hrl. og Guðlaugi Þorlákssyni skrifstofustjóra, en síðar með þeim Guðmundi Péturssyni hæstaréttarlögmanni, syni Péturs, er tók við af föður sínum að honum látnum, Guðlaugi Þorlákssyni og syni sínum Axel, sem lauk hæstaréttarprófi 22. marz 1966. Þessa skrifstofu rak Einar með framangreindum ágætum og traustum félögum sínum til dauðadags. Aðallífsstarf Einars var málflutningur og önnur störf í því sambandi, en auk þess hafði hann jafnan með höndum mikinn fjölda annarra starfa, flest mikilvæg þjóðfélagsstörf, svo sem dómarastarf í Félagsdómi frá 1945, í Lands- kjörstjórn frá 1953 og formennsku stjórnar Eimskipafélags Islands h/f. frá 1954 til æviloka, svo að dæmi séu nefnd. I flestum ef ekki öllum störfum sínum mun hann og hafa haft forustuaðstöðu. Það mun vera einróma álit allra, er þekktu Einar, að hann hafi, auk þess að vera til fyrirmyndar sem lögmaður, vel lærður, athugull, raunsær og vel- viljaður, stundað öll sín störf af hinni mestu kostgæfni og prýði, enda mun hann hafa verið mjög mikill hæfileikamaður og fjölhæfur. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.