Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 7
Það er tvímælalaust mikið skarð höggvið í hóp lögmanna, stéttarbræðra Einars, og hans saknað í þeirra hópi. Það er eðlilegt að staldrað sé við og huganum rennt yfir farna leið, þegar slíka atburði ber að höndum. Sá er þetta ritar var stéttarbróðir Einars alla lögmannstíð hans og féll jafnan mjög vel á með okkur. Færi ég honum þakkir fyrir góða kynningu og samvinnu. Sama mun vera að segja um aðra stéttarbræður hans, er honum kynntust. Einar var jafnan mikill íþróttamaður, einnig þar í fremstu röð. Mun hann hafa aflað sér margra ánægjustunda í lífinu við iþróttaiðkun. Einar hlaut margan virðingarvott auk almenns trausts, svo sem riddarakross Fálkaorðunnar 1963 og stórriddarakross hennar 1969. Hann var kjörinn heið- ursborgari Winnipegborgar 19. febrúar 1964. Kommandör af Dannebrog varð hann 1969. Eftiriifandi eiginkona Einars er Kristín ingvarsdóttir, kaupmanns Pálssonar í Reykjavík og konu hans Jóhönnu Jósafatsdóttur. Þau Einar gengu í hjóna- band 1. nóvember 1929. Börn þeirra eru: Axel hæstaréttarlögmaður f. 15. ágúst 1931, kvæntur Unni Óskarsdóttur, verzlunarmanns í Reykjavík, Jóhanna Jórunn f. 8. sept. 1937, gift Ólafi B. Thors lögfræðingi, aðstoðarforstjóra og borgarfulltrúa, og Kristín Klara f. 4. júlí 1952, meinatæknir, gift Árna Indriða- syni, háskólanema í sagnfræði. Einkalíf Einars var með ágætum, enda hann góður heimilisfaðir og maki og börn honum eindregin ánægjuuppspretta. Ég votta frú Kristínu, börnunum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína vegna fráfalls hans. Slík atvik hljóta að marka djúp hryggðarspor í tilfinningalíf aðstandenda, en ég hef þá trú, að ekki sé eins breitt haf milli lifenda og dáinna eins og almennt kann að vera álitið og að góð fortíð og framtíðarvonir geti veitt þar mikla bót. Sveinbjörn Jónsson SIGFÚS M. JOHNSEN Sigfús M. Johnsen, fyrrverandi bæjarfógeti, andaðist í Reykjavík 9. jan. s.l. á 88. aldursári. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 28. marz 1886 og ólst þar upp hjá móður sinni, en föður sinn missti hann, er hann var á 8. ári. Alla ævi var hann tengdur Vestmannaeyjum, bæði land- inu og því fólki, sem hann kynntist þar á upp- vaxtarárum sínum. — Hann lauk stúdentsprófi i Reykjavík og síðan lagaprófi við Kaupmanna- hafnarháskóla vorið 1914. Eftir það gegndi hann ýmsum störfum í þágu ríkisins, var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, hæstaréttar- ritari o. fl. Hinn 11. október 1940 var hann skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og gegndi því starfi fram til 1. ágúst 1949. Síðan vann hann um tíma í fjármálaráðuneytinu, en sneri sér síðan eingöngu að fræðirannsóknum og ritstörfum. Alla tíð var hann hneigður fyrir ættfræði og sögu og skrifaði margt um söguleg efni, meðal annars mikið rit um sögu Vestmannaeyja, sem kom út í tveimur bindum árið 1946. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.