Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 8
Vorið 1915 kvæntist hann Jarþrúði dóttur séra Péturs Jónssonar á Kálfa- fellsstað. Þeim varð ekki barna auðið, en hjónabandið var farsælt og ham- ingjusamt, eins og meðal annars kemur fram f endurminningum hans, sem hann ritaði á síðustu æviárum sínum. Áður en hann giftist átti hann einn son: Baldur Johnsen yfirlækni, DPH, Reykjavík. Ég réðist til hans í apríl 1942 sem fulltrúi við bæjarfógetaembættið með dómsvaldi í vissum málum. Af eðlilegum ástæðum hlaut samstarf okkar að verða allnáið. Ég minnist þess með þakklæti, að mér var tekið með mikilli vinsemd, er ég kom þangað fyrst, og um tima bjó ég á heimiii hans og þeirra hjóna. Margar gönguferðir fórum við um Heimaey fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar. Kenndi hann mér að þekkja ýmis örnefni og sagði mér sögur, sem við þau voru tengdar. Á öllu þessu kunni hann góð skil og betri en flestir aðrir. Ferðir þessar voru mér bæði ánægjulegar og fróðlegar. Sigfús M. Johnsen var glæsimenni í útliti, hár vexti og bar sig vel og var virðulegur í fasi. Hann var háttvís í framkomu og viðmótið alúðlegt. Hann var friðsamur að eðlisfari og kaus jafnan að leysa hvert það mál, er að hönd- um bar, á þann veg, að allir mættu vel við una. Góðvild hans leyndi sér ekki í samskiptum við aðra, og ávann hann sér því vináttu margra manna, sem minnast hans með hlýjum hug. Freymóður Þorsteinsson ÞÓRIR KJARTANSSON Við andlát Þóris Kjartanssonar, þann 12. júní 1974, hef ég misst æskukunningja og vin. Við vorum jafngamlir, báðir fæddir í júní 1909 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kjartan Konráðsson verzlunarmaður og Guðrún Magnpóra Magnús- dóttir. Við vorum saman í barnaskólanum við Tjörnina, í menntaskólanum og í lagadeild Háskóla islands og loks samstarfsmenn í Landsbanka islands, þar til hann féll frá. Þórir var friðsamur og elskulegur maður. Hann var áhugasamur íþróttamaður, markvörð- ur i liði Víkings, og stóð sig þar vel. Hann átti drjúgan þátt í blómaskeiði Víkings. Hann gekk í Oddfellowregluna og honum var falin stjórn einnar stúkunnar þar, sem sýnir, að hann var áhugasamur og velmetinn félagi reglunnar. I bankanum vann hann verk sín samvizkusamlega, en seinustu ár ævinnar var heilsan farin að bila. Hélt hann þó áfram störfum sfnum eftir því sem hann gat. Hann var ennþá unglingur, þegar hann og Steinunn, dóttir Sveins M. Hjartarsonar bakarameistara, bundust tryggðaböndum, og að loknu embætt- isprófi gengu þau f heilagt hjónaband. Þau eignuðust 3 dætur, Steingerði, Magnþóru og Sveindísi. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.