Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 9
Þegar ég rita þessar línur, renna minningarnar upp í huga mínum um æsku- og ungdómsárin. Ott lágu leiSir okkar saman, oft skemmtum við okkur saman, og lengi höfum við unnið saman, og alltaf minnist ég hans sem vinar, sem hægt var að treysta, því að hann var hrekklaus, vingjarn- legur, hjálpfús og prúður. _ . , Sveinn Kaaber Er Bengt Lassen lést 22. janúar s.l., féll einn af helstu máttarviðum norrænnar samvinnu á sviði laga og réttar. En víðar er tómlegra við fráfall hans, því að síðustu rúm 20 árin var hann forstjóri hins kunna útgáfufyrirtækis AB. A. Nordstedt & Sönner í Stokkhólmi. Það leiddi m. a. til þess, að hann var formaður sænskra bókaútgefenda 1961—72. Þá kom hann og mjög við sögu á sviði lista. Einkum munu þó margir hér minnast hans í sambandi við þing norrænna lögfræðinga, því að hann var í stjórn sænsku deildarinnar frá 1951—1972 og lét störf þinganna mjög til sín taka. Hann var framkvæmdastjóri þingsins í Stokkhólmi 1951, enda var hann náinn sam- starfsmaður B. Ekebergs, ríkismarskálks, for- seta þingsins. Hann var og náinn samverkamaður Karis Schlyters, er var dómsmálaráðherra Svía á sínum tíma, og einn af öndvegismönnum Svía á þingum norrænna lagamanna — og víðar. Bengt Lassen nam lögfræði í Lundi og var ungur orðinn embættismaður við Skánska Hofrátten, en áður langt um leið kvaddur til starfs í dóms- málaráðuneytinu í Stokkhólmi. Má ætla, að samkv. þeirrar tíðar hætti, lægi brautin nokkuð bein til Hæstaréttar. Svo varð þó ekki, heldur beindist nú leið hans í aðra átt og tók hann að sér forstjórastarf hjá AB. A. Nordstedt & Sönner, eins og áður var vikið að. Það er víst engin tilviljun, að B. Lassen tók þessa stöðu að sér, því að löngum hafa framkvæmdastjórar þessa fyrirtækis verið lögfræðingar í bestu merkingu þess orðs. Áhugamál Bengts Lassen voru og fleiri en lögfræði. Hann hafði yndi af sjaldgæfum gömlum bókum, fögrum hlutum og nvers konar listum og menningarverðmætum. Margir hér þekkja Svensk Juristtidning. Bengt Lassen var ritstjóri þess árin 1952—1962 og eftir það í útgáfustjórninni. Greinar hans þar — merktar B.L. — lýsa honum betur en löng umsögn. Á næsta ári verður norrænt lögfræðingaþing háð hér. Einn þeirra manna, sem þar verður mjög saknað er Bengt Lassen, enda verður hann og minnis- stæður öllum, sem hann þekktu. Theodor B. Lindal BENGT LASSEN 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.