Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 14
félags og vinnuveitenda, þó að hann sé ekki skriflegur. Um hann gilda sömu skýringarreglur og um stofnun og túlkun almennra samninga. En ákvæði nefndra laga um að kjarasamningur skuli vera skriflegur hefur þá þýðingu, að Félagsdómur dæmir því aðeins um tilvist eða efni slíks samnings samkv. 2. lið 44. gr. laga nr. 80/1938, að hann sé skrif- legur. Ella yrði máli út af þesskonar samningi vísað frá Félagsdómi. Má í þessu efni vísa til dóms Félagsdóms, Fd. VI. 148. Efni þessa máls var það, að ágreiningur reis út af því milli ríkissjóðs og starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, hvort starfsmennirnir ættu rétt til sérstakra fæðispeninga. Félagsdómur sagði, að hvorki hefði stofnast skriflegur samningur í merkingu 6. gr. laga nr. 80/1938 eða laga 55/1962, né heldur ígildi slíks samnings. Yrði því eigi borið undir Félagsdóm, hver réttur starfsmannanna væri í þessu efni. Var málinu vísað sjálfkrafa frá dómi. Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu, sjá Hrd. XLI. 56. Félagsdómur hefur reyndar ekki lagt mjög þröngan skilning í orðið „skriflegur" né heldur fylgt því ákvæði út í æsar. En samkvæmt strang- asta skilningi væri sá einn kjarasamningur skriflegur, sem undirrit- aður væri af báðum eða öllum aðilum. Þannig var kauptaxti, sem verka- lýðsfélag setti og vinnuveitandi hafði fengið bréflegan í sínar hendur, fylgt honum í öllum greinum og skriflega sótt um undanþágu frá hon- um, talinn ígildi skriflegs samnings, Fd. I. 6. Munnlegur samningur, en staðfestur með bréfaskiptum og skriflegum framhaldssamningi, var talinn jafngilda skriflegum kjarasamningi, Fd. I. 126. Aðra niður- stöðu gaf Fd. I. 155. Stéttarfélag byggði þar kröfu um kaupgreiðslu til verkamanns á kauptaxta, sem það hafði auglýst, en vinnuveitandinn hafði ekki á nokkurn hátt sinnt þeirri tilkynningu. Var eigi talið, að stofnast hefði kjarasamningur eða ígildi hans. Gat verkalýðsfélagið því ekki fyrir Félagsdómi gert reka að kaupkröfu vegna verkamanns- ins. Eitt tilvik má nefna enn, þar sem talið var, að ígildi skriflegs kjara- samnings væri fyrir hendi. I máli Fd. V. 104, var atvikum svo háttað, að Landssamband ísl. útvegsmanna hafði gert skriflegan aðalsamning, ef svo má segja, um kaup og kjör á síldveiðum við svonefnd Sjómanna- samtök innan Alþýðusambands Islands, en þetta voru lauslega tengd sjómannafélög. I samningi þessum var sagt, að hvert útvegsmanna- félag og hvert stéttarfélag um sig væru sjálfstæðir samningsaðilar. L.I.Ú. sendi öllum aðildarfélögum sínum samninginn og óskaði þess, að hann yrði tekinn til afgreiðslu í hverju einstöku félagi. Af því varð þó eigi, en útvegsmenn fylgdu ákvæðum hans að öllu leyti í þrjú ár, og var m. a. lögskráð á skip til síldveiða samkvæmt honum. Hér var tal- 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.