Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 15
inn hafa stofnast skriflegur kjarasamningur milli hvers einstaks sjó- mannafélags og útvegsmannafélaganna. Gerðardómur í vinnudeilu eða lögfesting miðlunartillögu, eins og stundum á sér stað, hefur sama gildi og skriflegur kjarasamningur og lýtur sömu skýringar- og túlkunarreglum, eftir því sem við getur átt, Fd. VI. 156, og dæmir Félagsdómur í málum út af gildi slíkra „kjara- samninga“ eða ágreiningi um efni þeirra. Samkvæmt 1. nr. 55/1962, nú 1. 46/1973, bindur dómur Kjaradóms aðila á sama hátt og kjarasamn- ingur þeirra í milli, sbr. 22. gr. laganna. Aðilar k jarasamnings. Aðilar að kjarasamningi eru annars vegar vinnuveitandi, einn eða fleiri, félag vinnuveitenda eða samband vinnuveitendafélaga. Hins- vegar eru félög launþega eða samband launþegafélaga. Þessi síðar- nefndu félög fengu með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur samheitið stéttarfélög. Með 5. gr. þeirra laga eru stéttarfélög nú viðurkennd sem lögformlegur aðili um kaup og kjör félagsmanna sinna. Nú getur orðið stéttarfélag samkvæmt almennri málvenju átt við hVaða stétt manna sem er, jafnt verkamenn sem vinnuveitendur, og lögin geyma ekki beina skilgreiningu á þessu hugtaki. En í athuga- semd við 1. gr. frv. að lögunum segir, að þetta orð, stéttarfélag, merki félög, „sem stofnuð eru í þeim tilgangi að gæta hagsmuna þeirra manna, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að selja vinnu sína gegn ákveðnu kaupgjaldi“. í samræmi við þessa skilgreiningu hefur Félags- dómur skýrt orðið stéttarfélag á þá lund, að það eigi við um félags- skap fólks, sem er í þjónustu annarra og þiggur laun fyrir vinnu sína. Samkvæmt því er vinnuveitendafélag ekki stéttarfélag í merkingu laga nr. 80/1938. Sjá Fd. I. 89. Að öllúm jafnaði mundi stéttarfélag, sem gerir kjarasamning, jafn- framt hafa verkfallsrétt. Það var þó ekki talið sjálfsagt, sbr. dóm 1939, Fd. I. 14. Með þeim dómi var samningur starfsmannafélags fólks, sem vann við ríkisspítalana, metinn gildur sem kjarasamningur og ákvæði vinnusmanings, sem braut í bág við ákvæði hans, dæmt ógilt samkv. 7. gr. 1. nr. 80/1938. Nú mundu um þessa launþega væntanlega gilda reglur laga nr. 46/1973 um kjarasmaniniga opinberra starfsmanna, áð- ur lög 55/1962. Um aðild að kjarasamningi er það athugandi, að stundum semja heildarsamtök vinnuveitenda og stéttarfélaga með þeim hætti, að ein- stök stéttarfélög eða einstakir vinnuveitendur eða félög þeirra skuli 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.