Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 19
viðleitni stéttarfélaganna hefur almennt verið viðurkennd, en jafn- framt hefur þess verið gætt, að stéttarfélögin væru þá skyld til þess að veita mönnum, hvert í sinni starfsgrein, full félagsréttindi. Hér á landi mun það tíðara en annarsstaðar, að áskilið sé í kjara- samningi, að félagsmenn stéttarfélags hafi „forgangsrétt til allrar vinnu — þegar þess er krafist og félagsmenn bjóðast, sem séu hæfir til þeirrar vinnu, er um ræðir“, eins og það er venjulegast orðað í kjarasamningum. Munu slík eða þvílík ákvæði vera í flestum, ef ekki öllum kjarasamningum, sem hér eru gerðir. Eigi hefur verið talinn vafi á því, að slíkt ákvæði sé gilt að íslenskum lögum og má í því efni vísa til ýmissa dóma Félagsdóms fyrr og síðar. 1 þeim dómum, Fd. III. 77, 193, hefur að vísu fyrst og fremst verið fjallað um rétt og skyld- ur samningsaðilanna sjálfra, en afstaða þriðja manns, þ. e. hins ófélags- bundna verkamanns — ég nota það orð í víðustu merkingu — að jafn- aði ekki borið á góma. I einum dómi, Fd. II. 146, er þó tekin afstaða til hagsmuna þriðja manns. I þessum dómi kemur fram, á hverju réttur stéttarfélags til að krefjast forgangsréttar félagsmönnum sín- um til handa er byggður. Þykir rétt að rekja hann í höfuðatriðum. .Verkamannafélag og vinnuveitendur á Akureyri höfðu samið um það, að félagsmenn verkamannafélagsins og aðrir, sem stjórn þess félags veitti vinnuréttindi, skyldu sitja fyrir þeirri verkamannavinnu, sem framkvæmd væri. Verkamaðurinn B, sem var ófélagsbundinn, krafðist þess, að forgangsréttarákvæði þetta yrði dæmt ógilt, þar sem það útilokaði sig frá vinnumöguleikum, legði bönd á atvinnu- frelsi sitt og væri því brot á 69. gr. stjsk. í dómi Félagsdóms segir, að skv. 1. gr. laga nr. 80/1938 eigi menn rétt á að stofna stéttarfélög til að vinna sameiginlega að hagsmunum launtaka. Telja verði, að for- gangsréttur félagsmanna til vinnu falli undir nefndan tilgang, enda hafi forgangsréttarákvæði tíðkast fyrir gildistöku laga nr. 80/1938. Hefði því verið eðlilegt, að lögin bönnuðu slík ákvæði, ef löggjafinn hefði talið, að þau samrýmdust ekki lögmætum tilgangi stéttarfélaga. Verkamaðurinn B hefði óhindraðan aðgang til að leita eftir atvinnu hjá ófélagsbundnum vinnuveitendum. Hann gæti stofnað til eigin at- vinnureksturs, og svo ætti hann rétt til þess samkvæmt 2. gr. laga nr. 80/1938 að ganga í verkamannafélagið og verða þar með aðnjótandi ákvæða kjarasamnings um forgangsrétt til vinnu hjá viðsemjendum stéttarfélagsins. Hér skiptir mestu það ákvæði 2. gr. nefndra laga, að stéttarfélög skuli öllum opin í þeirri starfsgrein, sem hlut á að máli. Verður ekki við nútíma aðstæður talið, að innganga í stéttarfélag sé óréttmæt kvöð 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.