Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 23
niður vinnu heilan eða hálfan dag til að mótmæla stj órnarathöfn eða athafnaleysi ? Samkvæmt 17. gr. laga nr. 80/1938 er slík vinnustöðvun ólögmæt. Hún gæti því þegar af þeirri ástæðu leitt til bótaskyldu gagn- vart þeim vinnuveitendum, sem eru aðilar að kjarasamningnum og at- hafnir félagsins bitnuðu á. Hins vegar er ekki talið að samúðarvinnustöðvanir brjóti á ólögmæt- an hátt gegn ákvæðum kjarasamnings eða friðarskyldu hans, ef stöðv- unin, verkfallið, beinist ekki að því að fá ákvæðum hans breytt, enda hafi verkfallið verið boðað með lögmæltum fyrirvara. 1 sambandi við samúðarvinnustöðvanir, en eins og vinnustöðvanir almennt þurfa þær ekki að ná til allrar starfsemi þess aðila, sem þær beinast gegn, gæti risið sú spurning, hvort samúðaraðgerðirnar væru brot á vinnusamningum einstakra starfsmanna. Á þetta hefur ekki reynt hér og reyndar virðist það vera viðtekin regla hér á landi, að starfsmaður geti lagt niður vinnu samkvæmt verkfallsboðun stéttar- félags síns, án tillits til þess, hver uppsagnarfrestur hans er samkvæmt vinnusamningi hans og vinnuveitandans. Réttarstaða samkvæmt k jai’asamningi. Af því, sem hér hefur verið rakið, kemur fram, að sum atriði kjara- samnings leggja beina kröfuréttarlega skuldbindingu á stéttarfélagið, en önnur binda bæði félag og einstaka félagsmenn. Er það raunar rann- sóknarefni í hverju tilviki, hvernig þessu er farið. Þegar vinnusamningur hefur stofnast á grundvelli kjarasamnings, rís sú spurning, hver réttarstaðan sé. Hver er rétthafinn samkvæmt kjarasamningnum, stéttarfélagið eða einstaklingurinn, eða hver er íhlut- unarréttur stéttarfélagsins ? Um þetta hafa fræðimenn sett fram ýms- ar kenningar, sem ekki verður farið út í hér. En almennt má segja, að í þessum efnum verði ákvörðunarréttur hins einstaka launþega, ein- staklingsins að víkja fyrir því valdi, sem félagsheildinni er 'gefið á vettvangi vinnumarkaðarins — valdi, sem aftur á að þjóna hagsmun- um félagsmannsins. Á þessum sjónarmiðum er það byggt, að á Norðurlöndum, t. d. Nor- egi og Svíþjóð, er það lögmælt, að þau ákvæði kjarasamnings, sem falla eiga sjálfkrafa eða samkvæmt eðli máls inn í gerðan vinnusamning, séu ófrávíkjanleg. Verður kj arasamningurinn þannig réttarheimild og að því leyti hliðstæður lögum eða opinberum reglum. í íslenskum rétti gildir um þetta regla 7. gr. laga nr. 80/1938, en þar segir, að samningar einstakra verkamanna, þ. e. vinnusamningar, séu ógildir að svo miklu leyti sem þeir fara í bága við samninga stéttarfélags við 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.