Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 25
ákvæði séu ófrávíkjanleg, einnig til hækkunar, og getur sú afstaða t. d. byggst á samkeppnissjónarmiðum. Er í þessum efnum hvorttveggja til, að kjarasamningur kveði beint á um þessi atriði, eða að það sé látið ómælt og þá undir túlkun komið á ákvæðum samningsins. Hér á landi mun það vera aðalreglan, að við það sé miðað, að kaup- ákvæði kj arasamnings séu lágmarksákvæði, enda virðist oft svo, að svonefndar yfirborganir séu jafnvel aðalregla á hérlendum vinnumark- aði. Minnist ég þess einnig, að í máli fyrir Félagsdómi, Fd. IV. 213, kom það fram af hálfu vinnuveitandans, að kaupákvæði kjarasamn- ings væru lágmarksákvæði og yrði því eigi af einstökum hærri greiðsl- um dregin ályktun um það, hver heildarkaupreglan væri. Ef ekki eru bein ákvæði um þessi efni í kjarasamningi, hefur hver einstakur starfsmaður heimild til þess að freista þess að ná betri starfskjörum en kjarasamningur tilskilur, og sé hann óánægður með kjör sín má hann að sjálfsögðu segja upp vinnu sinni og fara, enda gæti hann uppsagnarákvæða þess vinnusamnings, sem hann er bund- inn af. Hinsvegar leyfir kjarasamningur ekki, eins og áður var að vikið, samstæðar athafnir fleiri starfsmanna til að krefjast betri kjara t. d. með hópuppsögnum eða þvílíkum athöfnum. Hverja bindur kjarasamningurinn? Kjarasamningur bindur fyrst og fremst þá, sem eiga aðild að hon- um. En hvað er um gildi hans, að því er varðar vinnusamninga þeirra launþega og vinnuveitenda, sem ekki eru aðilar að kjarasamningi vegna beinnar eða óbeinnar aðildar ? Áður var talið, að væru báðir aðilar vinnusamnings ófélagsbundnir, væri þeim frjálst að semja um það kaup, sem þeir urðu sammála um, sbr. Hrd. XLII. 646. En nú hafa með lögum nr. 9 frá 4. mars 1974 um starfskjör launþega o. fl., verið sett ákvæði þess efnis, að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launþega í þeirri starfsgrein sem við á. Er kjarasamningum með lögum þessum þannig gefið víðtækara valdsvið en aður gilti og þeir lögfestir, sem almenn réttarheimild um kaup og kjör. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 80/1938 bindur kjarasamningur félags- mann í stéttarfélagi, þótt hann gangi úr því, þar til samningurinn gæti fallið úr gildi fyrir uppsögn eða með öðrum hætti. Stéttarfélag mundi samkvæmt því ef til vill geta krafist þess, að ákvæði vinnusamnings fyrrverandi félagsmanns við vinnuveitanda í sömu starfsgrein, sem bryti í bága við fyrirmæli kjarasamnings félagsins, yrði metið ógilt. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.