Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 31
menn gerðust bændur og raunar einnig þrælar, sem fengu frelsi, svo sem marka má af bæjarnöfnum eins og Leysingjastaðir og frásögnum í Landnámu. Þegar mið er tekið af réttarstöðu þræla eins og hún er talin hafa verið, virðist óhætt að ætla, að þá fyrst hafi leysingjar fengið land, er fullnægt var eftirspurn frjálsra manna eftir því. Þræla- hald var aldrei numið úr lögum hér á landi, en hvarf af sjálfu sér lík- lega um eða eftir lok 11. aldar. Jón Jóhannesson bendir á, að ákvæði Grágásar um þræla bendi til, að þrælahald hafi ekki verið horfið, er lagaritun hófst veturinn 1117—1118 að Hafliða Mássonar, en ekki sé að finna ritaðar heimildir um þræla, sem verið hafi uppi eftir miðja 11. öld. Þegar fólki fjölgaði í landinu og jarðnæði gekk til þurrðar, jókst framboð á vinnu frjálsra manna gegn vægu kaupgjaldi. Um þetta vitn- ar kafli í Grágás, sem hljóðar svo: „Maður skal koma til griðs, svo sem hann er sáttur á við bóndann, annað tveggja að fardögum eða miðju sumri. Karlmaður 16 vetra gamall skal ráða sjálfur heimilis- fangi sínu eða eldri. Mær tvítug eða eldri skal og sjálf ráða heimilis- fangi sínu. Þess á maður kost að koma til griðs að miðju sumri og iðna annað þangað til, ef hann vill. Ef hann vinnur búverk, og skal hann eigi taka meira kaup en hálfa mörk sex álna aura til miðsumars. En frá miðju sumri skal hann vinna búanda allt til vetrar slíkt er hann vill, fyrir smalaför utan. Hann skal ganga á fjall um sinn og slátra og fara heimanfarar með húsbónda og slæða um vor og bæta túngarð. Það skal hann vinna til matlauna. Það er og vítislaust, að griðmenn taki tvo aura til allraheilagramesssu frá veturnóttum að kaupi. Ómaga- menn þeir, er eigi hafa fé til að færa ómaga sína fram, skulu meira taka, ef þeir vilja. Ef maður gætir nauta, og skal öln kaupa gæzlu á kú eða uxa fjögurra vetra gamlan, en tvö naut við kú, ef yngri eru, sex álnum á þrjátíu gamla sauði, en á 40 lamba eyri, brytjun fyrir 10 menn sex álnar vaðmáls." Á öðrum stað í Grágás er að finna svohljóðandi kafla, sem virðist geyma einu heimild laganna til ráðningar gegn daglaunum: „Smiðar þeir, er gera hús úr austrænum viði eða brúar um ár þær eða vötn, er netnæmir fiskar ganga í, eða gera búðir á alþingi, þeir eiga kost að taka dagkaup um engiverk. Þeir skulu tekið hafa þó sér löggrið á far- dögum, þótt þeir hirði eigi það.“ Til skýringar er rétt að geta þess, að öln eða alin er talin hafa verið 48,909 sm vöruvaðmáls, þ. e. þess vaðmáls, sem algengast var sem verslunarvara. Fardagar voru fjórir fyrstu dagar í sjöundu viku sum- ars og gátu því hafist frá 21. til 27. maí. Mitt sumar gat með sama 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.