Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 35
Árna Tryggvasonar og Bjarna Bjarnasonar er að finna greinargóða skýringu á hugtakinu á þá leið, að við vistarráð skuldbindi hjúið sig til að láta húsbóndanum í té líkamlega vinnu sína almennt gegn fram- færslu á heimili húsbónda og venjulega einnig gegn kaupi. Samkvæmt 1. gr. taka lögin ekki til samninga um vinnu við heim- ilisstörf um skemmri tíma en missiri eða skildaga í milli, en skildagar eru skv. lögunum tveir á ári, sá fyrri annað tveggja 14. eða 3. maí, en sá síðari annaðhvort 1. október eða fyrsta vetrardag. Samkvæmt 3. gr. falla samningar um vinnu við heimilisstörf árdegis eingöngu eða síð- degis eingöngu ekki undir lögin, þótt ráðningartími sé skildaga í milli, en hinsvegar vist að hálfu árlangt eins og tíðkast hafði, en í því fólst, að hjú var ráðið á tvö heimili, þannig að það starfaði á þeim til skiptis, viku, hálfan mánuð eða mánuð í senn. Utan ramma laganna hafa því alltaf fallið vinnusamningar kaupafólks, sem ráðið var frá sláttu- byrjun til sláttuloka. Ekki taka lögin heldur til unglinga þeirra, sem stunda sveitastörf í skólafríum sínum, svo sem nú er algengt, því að þar er um skemmri tíma að ræða en skildaga í milli. Enn einn hópur landbúnaðarverkafólks, sem lögin mundu sjaldnast taka til af sömu ástæðu, er skyldulið húsbænda, sem vinnur við bústörf þá hluta árs, sem annríki er mest, en vinnur daglaunavinnu utan heimilis þess á milli. Síðasta kynslóð hinna eiginlegu vinnuhjúa var enn við lýði, er lögin voru sett, en hefur síðan verið að deyja út í eiginlegri merkingu þess orðs. Vinnukonur í kaupstöðum í árs- eða missirisvistum lifa nú að- eins í minningu þeirra, sem teknir eru að reskjast, og í stað þeirra er komið annað form þjónustu. Hjúalögin áttu að tryggja einni stétt manna viss lágmarkskjör, en mjög er óvíst, að í dag hafi þau neinn til að tryggja. Eins og nú hefur verið rakið, orkar tvímælis, að á hjúa- lögin verði litið sem gildandi lög, enda breyting sú, sem orðið hefur á þjóðfélaginu frá gildistöku þeirra e. t. v. meiri en allur þorri fólks gerir sér grein fyrir. Til þess að varpa ljósi á þá breytingu skulu til- færðar nokkrar setningar úr 7. gr. laganna, ásamt athugasemdum greinargerðarinnar við þær. 1 greininni segir m. a.: „Ekki er hjúi skylt- að sofa í rúmi með öðrum. Það á rétt til að fá hreinar rekkju- voðir eða lök í rúm sitt einu sinni á mánaðarfresti og hreint hand- klæði einu sinni á viku. í frístundum sínum á vetrum skal hjúi fengin dvöl í viðunanlega hlýju herbergi." 1 greinargerðinni segir um þetta: „Tillagan um, að hjú eigi heimtingu á því að sofa eitt sér í rúmi, þyk- ir nauðsynleg af þrifnaðarlegum og heilbrigðislegum ástæðum, en auð- vitað er ekki ætlast til, að þetta ákvæði sé fært út 1 þær öfgar, að hjú 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.