Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 43
verður hann yfirleitt ekki neyddur til að koma með aðför, beitingu lögregluvalds eða öðrum þvingunarráðum, en getur orðið skaðabóta- skyldur, ef tjón hlýst af. Frá þessu er þó ein mikilvæg undantekning. Hana er að finna í 53. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, sem hljóðar svo: „Ef skipverji kemur eigi til skiprúms síns á ákveðnum tíma, fer frá skipi í leyfisleysi eða kemur eigi á réttum tíma aftur til skips úr land- gönguleyfi, getur skipstjóri látið flytja hann á skip með aðstoð lög- reglunnar, sé skipið eigi nægilega mannað án hans eða sé skipverji ölvaður." Sé það hinsvegar vinnuveitandi, sem neitar að taka við verkamanni, sem hann hefur ráðið til starfa, verður slíkum þvingunar- ráðum aldrei beitt, en verkamaðurinn á þá oftast rétt til launa um tíma eða skaðabóta. Algengast er, að vinnusamningi sé slitið með þeim hætti, að honum sé sagt upp með fyrirvara, sem annað tveggja ákvarðast af ákvæði í samningnum sjálfum eða lögum. Þá getur uppsagnarfrestur ákvarðast af venju, og loks er hann ekki alltaf nauðsynlegur. Um uppsögn vinnu- samninga verður fjallað ítarlega í öðru erindi, en hér skal aðeins drepið á önnur atvik, sem leitt geta til slita á vinnusamningi. , Stundum er vinnusamningi ætlað að standa ákveðinn tíma, svo sem iðnnámssamningum. Ennfremur er skiprúmssamningum oft markaður ákveðinn tími, ennfremur samningum kaupafólks og öðrum samn- ingum um árstíðabundna vinnu. Slíkum samningum þarf ekki að segja upp, þeim er fyrirfram ákveðinn gildistími. Þá fellur samningur nið- ur við lát verkamanns, og við langvarandi veikindi getur vinnusamn- ingur fallið niður án uppsagnar. 1 því sambandi vísast til dóms bæjar- þings Reykjavíkur frá 17. apríl 1974 í máli, þar sem launþegi varð að hætta störfum samkvæmt læknisráði hinn 30. janúar 1973 og var síðan alveg óvinnufær til 1. maí sama ár. Krafði hann vinnuveitanda sinn um greiðslu launa í sjúkdómstilfelli skv. kjarasamningi. Vinnuveit- andinn krafðist sýknu á þeim forsendum meðal annars, að stefnandi, sem ekki kom aftur til starfa hjá honum að veikindum loknum, hefði ekki sagt upp starfi sínu með eins mánaðar fyrirvara eins og honum hefði borið skv. kjarasamningi aðila. Samkvæmt því taldi hann stefn- anda hafa hlaupist á brott úr starfi 30. janúar og engan rétt eiga til frekari greiðslu en hann hafði fengið. 1 dómnum segir svo um þetta atriði: „Ekki getur rétturinn heldur fallist á það, að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til veikindalauna, þar sem hún hafi ekki sagt upp starfi sínu með eins mánaðar fyrirvara, þar eð eigi verður talið, að það samningsákvæði eigi við í veikindatilfellum eins og þeim, sem hér um ræðir.“ 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.